Ótrúlegt enn satt var ég meira að segja frekar snögg að þessu, fráganginum það er að segja...alltof langt síðan ég byrjaði á peysunni!
Enn venjulega dregst frágangurinn á langinn hjá mér enn í þetta skipti felldi ég af á föstudaginn og peysan er tilbúin og búið að þvo á þriðjudegi, sem er nokkuð gott miðað við það að ég hef alveg átt tilbúna peysu í nokkra mánuði inní skáp! Eins gáfulegt og það nú er...
Og hér koma nokkrar myndir sem einkenna laugardagsmorguninn hjá okkur Hafþóri Svani, það er að segja fyrir klukkan 10 þegar við fórum út í göngutúr :)
Þarna sést Sísí svín sem við Kobbi keyptum þegar við fórum til Reykjavíkur. Svanurinn minn hefur aldrei verið mikið fyrir bangsa enn ég hef samt stundum reynt að pína þeim uppá hann með litlum árangri. Hann hefur aftur á móti tekið algeru ástfóstri við þetta fína svín, enda hefur hann mikinn áhuga á svínum. Hann lærði eiginlega fyrst hljóðið sem svínin gefa frá sér og þekkir svín vel á myndum. Eiginlega frekar fyndið þar sem þetta er eitt af fáum húsdýrum sem hann hefur ekki séð! Ætli Steinunn afasystir hans eigi ekki mikinn þátt í þessu, hún á nefnilega svo fínan sparibauk sem vill svo skemmtilega til að er svín. Hann er allavega hæstánægður með Sísí sína! :)
Enn peysan er allavega tilbúin og hér kemur mynd af henni og svo nærmynd af munstrinu.
Og nú er bara að finna einhvern sem passar í peysugarminn og svo er ætlunin að fara að klára verkefnin aaaaðeins hraðar, allavega þannig að tilætlaðir eigendur verði ekki löngu vaxnir uppúr flíkunum áður enn þær eru tilbúnar! :)
Þangað til næst!