Jæjja, í dag var okkur Hafþóri boðið í afmæli hjá vinkonu okkar. Í gær var því saumavélin tekin upp og afmælisgjöfin græjuð.
Þarna var ég búin að velja mér efni, ég á talsvert af mynstruðu jersey efni og hef samað buxur úr því og nota þá svart stroff með. Enn að þessu sinni ákvað ég að prófa að gera pils. Stroffið hafði ég tvöfallt og ca 10 cm hátt, síddin á pilsinu sjálfu var svo 30 cm. Víddi á stroffinu voru ca 45 cm og pilsið gert úr tvem 45 cm breiðum bútum. Semsagt alveg eins að framan og aftan og saumar í hliðum.
Að lokum setti ég svart skáband neðst.
Ég er mjög sátt með pilsið og mér er sagt að það passi afmælisbarninu (4 ára) vel. :) Aldrei að vita nema ég geti einhvertíman sett hérna inn mynd af skvísunni í pilsinu.
Þangað til næst!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli