mánudagur, 6. janúar 2014

Pizza-bakstur

Ég hef lengi haft andlegt óþol fyrir geri, eða öllu heldur gerbakstri.

Það er ekki alveg mitt að þurfa að hugsa með fyrirvara, henda dóti í skál - bíða - hnoða - bíða aftur og geta þá loksins farið að klára þetta og setja inní ofn. Onei, ekki alveg fyrir mig... ég þarf helst að henda hráefnum í skál og svo öllu saman beint inní ofn STRAX! Af þessu leiðir að gerbakstur er ekki alveg eitthvað fyrir mig.

Ég er alin upp í því að það sé bökuð pizza alla laugardaga, og þá er mamma oftast komin með deigið í skál um 5. Á þeim tíma erum við oftast einhversstaðar á flakki... eða allavega ekki mikið farin að huga að kvöldmat nema eitthvað sérstakt standi til.

Ég hef prófað margar uppskriftir sem innihalda lyftiduft í staðin fyrir ger og hef komist að því að mér finnst koma best út að hafa ab-mjólk, flestar uppskriftir gera reyndar ráð fyrir súrmjólk enn á þessu heimili er hún aldrei til þannig að ab-mjólkin var næsti kostur :)

Í gær skellti ég í pizzu í hádeginu.

4 dl heilhveiti
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1/2 dl olía
1 1/2 dl ab-mjólk

Þessu var öllu grautað saman ásamt smá pizzakryddi og blandað vel, fannst reyndar deigið vera heldur þurrt og hefði mátt bæta smá ab-mjólk í það, nógu illa gekk allavega að fletja það út.




Já ég er enginn útfletjari í mér... afar sjaldan sem mínar pizzur eru kringlóttar, þær eru meira í ætt við krossfiska, þessi er reyndar alveg sérstaklega slæm! 
Ég ákvað að nota afgangs kjúlla, rauðlauk og gular baunir... strákarnir mínir voru nú ansi hissa enn okkur fannst þetta fín tilbreyting :)

Ég er rosalega sátt með svona ab-mjólkur pizzu, hlakka til að prófa að gera snúða eða skinkuhorn eða eitthvað, nokkuð sem ég nenni voða sjaldan að baka sem andlega geróþolsins! ;)

Þangað til næst :) 

2 ummæli:

Unknown sagði...

Ókei í fyrsta lagi: BLOGGA KLUKKAN 07:20!!!?!?
Í öðru lagi þá er þessi pizza hræðileg í laginu, haha :D

Unknown sagði...

hahaha hvað á maður að gera þegar maður vaknar uppúr 5! ;)