miðvikudagur, 22. janúar 2014

Mexíkóosta-muffins

Jæjja jæjja, í dag er ég heima með lítinn stubb sem er að jafna sig eftir veikindi.
Þá er auðvitað um að gera að nýta tímann vel og þess vegna erum við Hafþór Svanur búin að baka.

Fyrir valinu urðu muffins með mexíkóosti.

Þetta er eitthvað sem hefur verið á dagskrá svolítið lengi og uppskriftin er að sjálfsögðu bara eitthvað bull.

4 egg
1 dós skorinn aspas (líka vökvinn)
150 gr hveiti
150 hg heilhveiti
1 msk lyftiduft
smá salt og pipar
1 dl olía
ca 1/2 pakki beikon
1 mexíkóostur
1 paprika
1/2 box af sveppum
200 gr rifinn ostur (ca 150 gr í hræruna og hitt ofaná)

Ég byrjaði á að skella eggjum og aspas í hrærivélaskálina og hræra vel. Þá blandaði ég saman hveitinu, lyftidufti og smá salti og pipar. Því næst fór 1 dl af olíu útí. Þessu var öllu blandað saman í hrærivélinni enn hinu var hrært saman við með sleikju, held það færi ekki vel í hrærivélinni.
Ég ætlaði nú að nota skinku og var alveg viss um að ég ætti hana til enn svo var ekki, enn við fundum hálfan pakka af beikoni sem fór útí, 1 mexíkóostur í bitum, ein paprika í bitum, 1/2 box af sveppum og svo slatti af rifnum osti.


Þetta var síðan bakað á ca 180 gráðum í ca 10 mín. 



Eftir á að hyggja hefði mátt fara meira af osti, það er að segja einhverjum svona kryddosti auk þess sem ég hefði eiginlega þurft að setja eitthvað gott krydd útí líka. Þetta var heldur bragðlítið fyrir okkar smekk.



Næst verður meiri ostur, skinka, laukur og krydd! Uuummm :) Enn erum samt frekar sátt sko, enn það má alltaf breyta og bæta :)


Þangað til næst! :)

Engin ummæli: