mánudagur, 6. janúar 2014

Vettlingar úr smartgarni



Ótrúlegt en satt þá hafði ég það af að klára þessa vettlinga, nánar tiltekið gekk ég frá seinustu endunum í kaffinu í dag! Hefði pottþétt ekki gert það strax nema afþví ég ætlaði að setja hérna inn,,, þetta skilar þá einhverju allavega :)

Ég prófaði að gera útaukninguna fyrir þumlinum á 2 mismunandi vegu og er mun sáttari við þessa vettlinga heldur enn hina. Set inn hér að neðan myndir til samanburðar.


Hér finnst mér efri þumallinn eitthvað mjög skrítinn og er mun sáttari við hina. Útskýri muninn betur í uppskriftinni. 


Ætla að henda hérna inn uppskrift, þetta eru nú samt sennilega svona unglingastærð af vettlingum. Er nú ekki með stórar hendur og mér finnst lang best að hafa vettlinga frekar þrönga. Enn hér kemur uppskriftin.

Prjónar nr 3,5 og 1 dokka Smart garn.

Fitja upp 36L
Prjóna stroff (1slétt, 1brugðin) 15 umf.
Í fyrstu sléttu umferð er aukið út um 4 lykkjur - 40.
Þá er byrjað á þumaltungunni.
Aukið er út um 2 lykkjur í annari hverri umferð þar til lykkjur eru orðnar 56.
Til að fá útkomuna sem með finnst fallegri er fyrst aukið út eftir fyrstu lykkju í umferð og fyrir seinustu, næst er þá aukið út eftir tvær lykkjur og þegar tvær lykkjur eru eftir og þannig koll af kolli.
Einnig er hægt að auka alltaf út eftir fyrstu lykkju og fyrir seinustu enn mér persónulega finnst það alls ekki koma nógu vel út.
Jæjja, þá eru 16L settar á band og geymdar (þumall) hitt er tengt saman í hring og prjónað slétt 25 umferðir. Þá er tekið saman. Tekið saman um fjórar lykkjur í hverri umferð, sitthvoru megin í báðum hliðum. Tekið úr þannig þar til 8 lykkjur eru eftir, bandið dregið í gegn og slitið frá.
Þumall:
Lykkjurnar tekknar upp (16) og prjónað í hring, 12 umferðir. Þá er tekið saman á sama hátt og í belg (4 lykkjur í hverri umf, 2 sitthvoru megin í hliðunum). Þar til 4 lykkjur eru eftir og þá er bandið dregið í gegn og slitið frá.
Gangið frá endum :)

Einfaldara gæti það ekki verið!



Og mitt uppáhald er að báðir vettlingar eru eins þannig að þeir virka bæði á hægri og vinstri, þarf að útfæra svona uppskrift betur í 2 ára stærð líka :)

Nú er ég samt byrjuð á lopakjól á mig enn ætla að græja skó handa Hafþóri fljótlega líka, það er fínt verkefni á kaffistofuna :)

Geri samt ekki ráð fyrir miklum afköstum í litlum verkefnum á meðan lopakjóllinn verður í vinnslu enn það kemur í ljós :)

Þangað til næst :)

Engin ummæli: