ca 2,5 dl hveiti
3/4 dl fínt salt
1 dl olía
2 dl vatn
3 tsk sítrónusafi
Oki ég tek enga ábyrð á þessum hlutföllum, held þetta hafi verið ca svona... allt sett í pott og seinast sítrónusafinn.
Hrært þannig að þetta blandist allt og verði nokkuð góð kúla, þá tekið og látið kólna aðeins og hnoðað. Ef leirinn er of klístraður má bæta hveiti eins og þarf, og svo gerir matarlitur auðvitað gæfumuninn!
Ég var nú bara alveg ótrúlega sátt með þetta allt saman, geymi leirinn bara í plastpoka og hlakka til að sjá hvað hann endist. Hafþór Svanur á nú samt eftir að venjast leirnum, honum fannst þetta eiginlega frekar ógeðslegt!
Við prófuðm leirinn aðeins í morgun og fórum svo í göngutúr, ákváðum svo að gera aðra tilraun af mexíkóosta-muffins eftir hádegið. Og að þess sinni er ég bara mjög sátt með þær :)
Mexíkóosta-muffins
3 egg
1 dós aspas (Ora), líka vökvinn.
Hrært svolítið í hrærivélinni
150 gr hveiti
150 gr heilhveiti
1 msk lyftiduft
1 pakki fajitas sesoning mix
Blandað saman í annarri skál og sett útí í smáum skömmtum.
1 dl olía
1 dl mjólk
Bætt útí og þá er hræran klár
1 mexíkóostur
1 piparostur
1 pakki skinka
1/2 box af sveppum
1 paprika
1 laukur
Allt skorið frekar smátt og hrært útí blönduna.
Sett í möffinfsform og rifinn ostur ofaná.
Bakað við 180 gráður í ca 10 mín :)
Við eigum pottþétt eftir að gera þessar oftar, snilld til að eiga í frystinum og skella inní ofn þegar mann langar í eitthvað gott í kaffinu :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli