Grettukeppni! |
Við náðum að hitta ótrúlega marga á gamlárskvöld, þrátt fyrir mikinn slappleika og vesen á mér. Við vorum nú reyndar ekki nógu dugleg að taka myndir. Við heimsóttum Sigga, Öllu, Fannar Daða og Ólöfu og svo kíktum við til Steinunnar og Eiðs rétt um miðnætti og þar var að venju samankomið fullt af fólki, Steinunn og co, pabbi og co, Ingi og co og Þórunnborg og Ragnar. Gerist varla betra :) Hafþór Svanur tók mjög vel í flugendana og var rosalega spenntur fyrir þessu öllu saman. Hann var líka með þeim allra hressustu í partýinu þangað til við fórum heim klukkan að verða 2 *vanhæfir foreldrar*
Þar sem að ég var bara inni var lítið um myndatökur á gamlárs, Kobbi gerði reyndar tilraun til að taka myndband sem er vægast sagt áhugavert! Allt hreyft og alveg í ruggli, maður gæti haldið að hann hefði verið alveg á perunni enn nei nei hann var edrú! ;)
Þessi köttur... |
Ég hlakka til að fara með Hafþór Svan á þrettándabrennu og vona að ég komist, hef ekkert komist í vinnuna enn (2 vinnudagar búnir af þessu ári) enn þetta stendur allt til bóta. Sýklalyfjaskammtur númer tvö rétt að klárast við þessar fínu lungnabólgu og ég reyni mitt besta að hafa mig hæga svo mér slái ekki niður aftur, tveir skammtar er bara fínt takk! ;) Hafþór Svanur er nú samt svo heppinn að ef að ég treysti mér ekki á mánudaginn þá ætlar amma hans með hann, því pabbi hans verður að vinna til 8. Það er alveg nauðsynlegt að eiga góða að! :)
Hafþór Svanur lætur fara vel um sig |
Það sem af er ári hefur farið í mikil rólegheit, Hafþór Svanur búinn að mæta 2 daga í leikskólann og var eiginlega bara ekkert á því að koma heim aftur. Mikið held ég að hann verði feginn (og við öll) að fá smá rútínu aftur.
Borða köku |
Í dag fórum við útí sveit til afa Frissa og þar var loksins haldið jólaboð sem hafði verið frestað sökum veður og færðar. Mikið var nú gaman að hitta allt fólkið okkar :) Ég segi allt enn samt vantaði nú ansi marga sem er auðvitað alltaf leiðinlegt. Enn við gerðum bara gott úr því og skemmtum okkur vel saman, vonumst bara til að allir hinir hafi tök á að koma þegar við hittumst næst :)
Strákarnir mínir kíktu aðeins út á kindurnar og sópaði Hafþór Svanur aðeins fyrir afa sinn. Auk þess sem hann þurfti aðeins að keyra.
Fannar Daði og Hafþór Svanur |
Þessir sætu strákar léku sér líka saman, þó ekki jafn mikið og á gamlársdag. Þá voru þeir hinir mestu mátar og komnir tveir inní herbergið hans Fannars Daða að leika sér :)
Hafþór Svanur og Ólöf Rún |
Ólöf Rún var að sjálfsögðu líka knúsuð. Takið sérstaklega eftir því hvað hann er lekkert í adidasbuxum og skyrtu... æjji það má allt í sveitinni!
Og svo fékk Hafþór Svanur að smakka hrátt hangikjöt og líkaði ekki illa.
Hér í lokin ætla ég að setja eina mynd og leyfa ykkur hinum að njóta þess að gera grín að mér. Við vorum semsagt að eignast nokkrar taubleiur í viðbót (ég veit, ég veit) og ég fékk líka nýja fína hillu sem Hafþór Svanur nær ekki í. Hann hefur nefnilega mikinn áhuga á bleiunum sínum og vill helst vera í frispí með þær... mér til lítillar ánægju!
Það skal tekið fram að á þessari mynd eru ekki allar bleiurnar hreinar, enn flestar þó... spurning hvort sé ekki kominn tími á smá fækkun ;)Ætla að ljúka þessu með myndum af stubbnum mínum síðan í gærkvöldi, já eða nótt. Eins og hann var í rúminu þegar við fórum að sofa.
Þangað til næst :)
Best að sofa í miðjunni...þversum! |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli