mánudagur, 13. janúar 2014

Jólin loksins búin!

Jæjja þá eru jólin loksins komin ofaní kassa á þessu heimili, ekki nema viku á eftir áætlun! Spurning samt hvað er mikið eftir, ég hélt nefnilega líka að allt væri komið í gær...ætli ég verð ekki að finna jóladót fram að páskum.

Við höfum bara verið í rólegheitunum hér, búið að vera leiðinda veður, aðallega rigning og rosaleg hálka þannig að við höfum lítið farið út. Þykjumst alltaf ætla að vera voða dugleg að labba í leikskólann á morgnana eeeenn það hefur verið eitthvað lítið um það! Þetta stendur þó til bóta því nú er allavega kominn smá snjór, enn hann er ansi blautur.

Það er þó helst til frásagnar að við Hafþór Svanur höfum bæði mætt í leikskólann í heila 9 daga án þess að vera veik, ótrúlegt enn satt! Og vonandi heldur það áfram að vera þannig.

Við systur skelltum okkur uppá Egilsstaði um helgina og fórum á fimleikasýningu með ávaxtakörfuþema, að sjálfsögðu fékk Hafþór Svanur að koma með og fannst þetta nú ekkert lítið skemmtilegt. Svona fyrsti klukkutíminn allavega, þá var hann alveg kominn með nóg :)


Hér gengur bara allt sinn vanagang, við erum eiginlega bæði svo þreytt eftir leikskólann að við gerum varla nokkuð, það tekur á að vera allt í einu í vinnu/leikskóla 8 tíma á dag, búin að vera alltof lengi bara í einhverju heimakósý! :) 


Meðferðin á Mikka greyinu hefur lítið skánað og áðan virtist Hafþór Svanur vera sannfærður um að hann væri bílabraut, keyrði allavega upp eftir honum öllum stuttu eftir að þessi mynd var tekin...það sem þessi köttur lætur ekki yfir sig ganga! 


Og á meðan ég var að ganga frá eftir matinn komu þessir félagar sér vel fyrir í sturtubotninum og léku sér þar. 

Ég man aldrei eftir neinu sem við gerum fyrr enn ég fer að skoða myndir, og í þessum skrifuðu var ég að renna yfir nýjustu myndirnar í tölvunni og þar eru nokkrar alveg priceless af Hafþóri.
Hann fékk semsagt að vaska upp um daginn eftir leikskóla....


Þetta var nú alls ekki leiðinlegt, og að sjálfsögðu var Mikki ekki langt undan! Hann var þó fljótur að forða sér þegar vatnið hætti að tolla í vaskinum... Þetta er fyrsta myndin sem ég tók og þarna er Hafþór Svanur enn nokkuð þurr....það entist stutt! 


Það þurfti auðvitað að smakka á sápunni... og svo var frussað og frussað, alveg þangað til hann smakkaði aftur! Maður verður nú að smakka lágmark 5x til að vera alveg viss um að þetta sé ekki ætt! 


Á þessari mynd er samfellan nú ekki alveg þurr lengur... og gólfið allt á floti, eins og tilheyrir svona verkefnum. Enn þegar þarna var komið sögu fannst mér eiginlega ekki annað hægt enn að skella stubbnum bara í bað. Eða þið vitið, bala í sturtunni! Þannig að ég fór og lét renna í balann enn í því hringir síminn, næsta mynd var tekin þegar ég kom til baka örfáum sekúntum seinna. 



Þangað til næst :) 








Engin ummæli: