mánudagur, 13. janúar 2014

Ríkjandi og víkjandi

Ég þóttist víst ætla að hafa handavinnublogg á mánudögum, enn var auðvitað búin að gleyma því þegar ég settist við tölvuna áðan þannig að það koma bara tvö blogg núna og svo örugglega ekkert í mánuð!

Ég hef tiltörlega nýlega farið að kynna mér ríkjandi og víkjandi liti í tvíbandaprjóni. Þetta er eitthvað sem ég var bara alls ekki meðvituð um og vissi varla að væri til. Þannig er semsagt mál með vexti að það skiptir máli hvor liturinn er fyrir framan eða aftan þegar maður prjónar með tvem (eða fleiri) litum. Svolítið erfitt að útskýra þetta á prenti enn Tína gerir það mjög vel og ég ætla bara að setja hérna inn link á færslu sem hún skrifar um þetta málefni, mjög áhugavert!

http://www.innihald.is/heimili-og-fjolskylda/rikjandi-eda-vikjandi-litur-ha

Ég er ein af þeim sem hef alltaf snúið inní ef langt er á milli þess sem maður þarf að nota sama litinn, enn við það víxlast þetta. Þarna skrifar Tína einnig örstutt um aðferð sem hún notar til þess að prjóna tvíbandað og prjónar þá með annann litinn í hægri hendi og hinn í vinsti og þetta hef ég tileinkað mér núna. Þarf stundum örlitla upprifjun í upphafi ef er langt síðan ég hef prjónað tvíbandað enn þetta er allt að koma. Settist niður eitt kvöldið ákveðin í því að læra þetta og við það sat, tók ansi langann tíma enn ég held það spari manni samt fullt af tíma þegar uppi er staðið. Það fer nefnilega lúmskur tími í það að sleppa og skipta um spotta eins og ég var oft að gera. Ég er samt núna að prjóna peysu sem er með ansi mörgum umferðum þar sem eru 3 litir, það er ekki alveg jafn þægilegt, enda ekki fólk með réttu ráði sem gerir þannig munstur (það skal tekið fram að ég hannaði það sjálf).

Enn ég mæli eindregið með því að kynna sér þetta, bæði þessa nýju (fyrir mér allavega) prjónaaðferð og hversu mikilvægir ríkjandi og víkjandi litir eru. Ég var eiginlega bara í sjokki eftir lestur þessarar greinar.

Enn allavega, í seinustu viku var ég eitthvað að tala um inniskó handa Hafþóri. Ég skellti í svoleiðis um helgina enn þeir eru heldur litlir á hann, þarf eitthvað að útfæra uppskriftina betur og prófa aftur :)


Svona litu þeir út fyrir þvott. 


Og svona eftir þvott!
Ég skellti mínum líka í vélina, þeir voru aðeins of stórir.


Ég var í rauninni mjög ánægð með þá, þeir þæfðust bara aðeins of vel. Ég var alveg að hugsa um það í gærkvöldi þegar ég var að þæfa að reyna að klæða Hafþór í þá blauta því þá laga þeir sig svo vel að fætinum, enn ég tók ekki alveg sénsinn á því þar sem hann var sofandi. 


Eins og sjá má eru þessir skór ósköp smáir, ætli mínir séu ekki ca stærð 37. 


Hafþór Svanur fékk að máta skóna í morgun og var ákaflega sæll með þá, það er að segja þangað til þeir duttu af eftir hálft skref! Enn þeir eru eiginlega of stuttir þannig að þeir detta alltaf af við hælinn, enn þá er bara að prófa aftur :) 


Svakalega fínn svona í morgunsárið :) 

Verð vonandi búin að græja aðra aðeins stærri eftir viku, enn það verður nú eitthvað minni tími næstu helgi þannig að það er alls ekki víst :) 

Lopakjóllinn gengur ansi hægt, hann hefur það bara gott í skápnum mínum í vinnunni og ég prjóna ca eina umferð á dag, verð sennilega búin eftir 3 ár með þessu áframhaldi! 

Önnur verkefni sem eru á prjónunum eru ekki til umræðu alveg strax, kem einhvertíman með handavinnublogg og sýni eitthvað af þúsund ókláruðu verkefnunum mínum! :)

Þangað til næst!






2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Snilld. ef þú gerir skó á hann. mæli ég með að fitja upp fleiri lykkjur )garðaprjónið mikið hærra, og fækka þeim svo akkúrat þegar þú tengir saman í hring. svo geturðu fengið fljótandi gúmí (latex) og málað undir þá og þá verðaþeir ekki sleipir. það er sérlega sniðugt ef þú ert með parket, svo hann verði ekki alltaf á hausnum. get gefið þér smá af því í krukku þegar þú kemur í jan:) minntu mig bara á það. kv Steina

Unknown sagði...

Garg! nú er ég byrjuð á öðrum og man barasta ekkert hvað ég gerði á þessum! var alveg viss um að ég hefði skrifað það niður, enn auðvitað ekki!
Er allavega með fleiri lykkjur samt núna :)
Og er einmitt að hugsa um að tengja fyrr í hringinn þannig að þeir verði ekki jafn opnir :)