sunnudagur, 30. mars 2014

Yndisleg helgi

Við litla fjölskyldan erum búin að eiga alveg frábæra helgi með góðu fólki. Mér finnst að allar helgar ættu að vera svona, og þá sérstaklega veðrið. Ég vona bara að veðrið haldist svona gott endalaust lengi, enn að öllum líkindum byrjar að snjóa aftur þegar tökuliðið fer heim til sín. Það virðist vera hefðin.

Eftir leikskóla á föstudaginn skelltum við okkur í sund á Fáskrúðsfjörð og var Hafþór Svanur hrókur alls fagnaðar, honum finnst sund æðislegt. Katrín og Hrafnhildur Sara komu með okkur, enn þurftu þó að vera í talsverði fjarlægð frá Hafþóri og skvettunum sem fylgja honum! :)
Á laugardaginn vorum við komin út í góða veðrið fyrir klukkan 9, fengum okkur góðan göngutúr og fórum síðan í íþróttaskólann. Fórum í meiri göngutúr og grilluðum síðan með pabba og mömmu, við erum aðeins of ákveðin í því að sumarið sé komið!


Í dag fórum við aftur í sund, að þessu sinni með Telmu Sól og Gunnu og við fórum á Eskifjörð enn það henntaði kuldastráinu mínu ekki jafn vel, hann vildi bara vera í pottinum og var alveg að sjóða mömmu sína! 

Svona dagar eru svo æðislegir, maður fær allt í einu bara alla heimsins orku þegar sólin fer að skína! :) Fyrir utan þetta dund okkar er líka búið að laga til í geymslunni aðeins og finna íbúðina svona að einhverju leyti, hún týnist almennt yfir vetrarmánuðina!
Til þess að toppa helgina algerlega fór ég líka að spila með vinkonum mínum bæði á föstudags og laugardagskvöldinu sem er með því skemmtilegasta sem ég geri!

Enn nú er kominn tími á svefn! Það virkar kannski ekki í marga daga í röð að fara að sofa á milli 3 og 4 og vera komin á fullt klukkan 8. 

Nú er bara að vona að veðrið haldist svona :) 


Þangað til næst! 

fimmtudagur, 27. mars 2014

Veikindablogg!

Jæjja, núna er Hafþór Svanur búinn að vera veikur heima í tæpa viku. Veiktist seinasta föstudgskvöld enn að öllu óbreyttu kemst hann loksins í leikskólann á morgun Ég lagðist með honum á mánudaginn og vona innilega að ég komist líka í leikólann á morgun!

Þetta eru búið að vera ansi myglaðir dagar, sófinn okkar er svefnsófi og á sunnudaginn var hann dreginn út og var ekki pakkað saman aftur fyrr en í gækvöldi. Sem segir bara allt sem segja þarf um seinustu daga.

Ég hafði það samt af um helgina að klára lopapeysuna hans Hafþórs Svans, og er eiginlega vandræðlega ángæð með hana! :)

Stubburinn var líka mjög sáttur þegar hann fékk aðeins að spóka sig í henni úti í gær. Afi kom í heimsókn og bauð stráknum á langþráðan rúnt, það er voðalega erfitt að vera svona mikið inni! 

Ég skil samt ekki hvað ég er að spá að prjóna fullorðins peysur, þetta er svo skrilljón sinnum fljótlegra! Mig langar eiginlega bara að prjóna barnapesur núna enn það eru sennilega aðeins of margar fullorðinspeysr á dagskrá til þess að það gangi upp í bráð :) 


Hann kann þetta sko, tók runway walk hérna á bílastæðinu fyrir mömmu sína. 


Við höfum aðeins þurft að breyta til undanfarna daga og gera eitthvað annað enn venjulega. Svona fyrir utan það að horfa á Kúlugúbba skrilljón sinnum á dag!
Í gær græjuðum við teppahús, megakósý... 

Síðan náðum við í tússlitina í dag, þeir eru svolítið sport enda eru trélitirnir alltaf í boði enn tússlitirnir ekki. 
Myndirnar sem koma hér á eftir segja meira enn nokkur orð. 


Þegar þessu meistaraverki var lokið (það skal tekið fram að þetta er ca 1/5 af verkinu) kom hann mjög stoltur til mín og sagði "Vááá, váááá."


Hann fékk nú samt að þrífa þetta sjálfur... 


...verst hvað honum þótti það gaman! 


Við mælum eindregið með því að klóra sér í eyranu með tússpenna! 

Besta atriðið náðist samt ekki á mynd, seinna í dag var blessað barnið nefnilega með blátt nefrennsli! Það tók mig smá stund að átta mig á því hvers vegna það væri! ;) 

Þangað til næst :)



þriðjudagur, 25. mars 2014

Búningadagur!

Ég get nú ekki reynt að halda því fram að ég standi mig vel í þessu blogg dæmi, ég er aftur á móti með fulla myndavél af fáránlegum myndum í þeim tilgangi að setja hingað inn... svo verður eitthvað lítið úr því.

Ég uppgötvaði um daginn enn einn kostinn við vinnuna mína, við á leikskólanum fáum nefnilega tvo öskudaga! Já þið lásuð rétt. Það er sko eitthvað fyrir mig.

Að sjálfsögðu er öskudagurinn haldinn hátíðlegur og allir í búning, við Hafþór Svanur græjuðum okkur upp sem Incredibles enn myndavélin var því miður fjarri góðu gamni (já ég klúðraði myndatökum á ÖSKUDEGINUM!) Þið verðið því bara að taka orð mín fyrir það að ég hef sennilega sjaldan verið jafn smekkleg, í rauðum sokkabuxum og rauðum bol og í nærbuxum af Kobba utanyfir, jáhh einmitt! Kannski bara fyrir bestu að þetta festist ekki á filmu ;)

Enn á föstudeginum í vikunni eftir öskudaginn var búningadagur á leikskólanum, að miklu leyti hugsað fyrir þau börn sem einhverra hluta vegna komust ekki í leikskólann á öskudeginum. Á búningadaginn ákvað ég að njóta þess að fá að hræða börnin og klæddi mig upp sem norn, hafði meira að segja fyrir því að setja á mig gerfineglur og teikna kóngulær á kjólinn minn. Það skal sérstaklega tekið framm að neglurnar héldust á allan daginn, sem er eitthvað sem ég átti engan vegin von á.


Krökkunum brá nú sumum svolítið þegar þau sáu mig fyrrst enn þeim leiddist þetta sko ekkert! Og ég var alveg minnt á það ef ég datt úr karakter "ertu að gleyma þér? Þetta var ekki nornarödd". Það er óþarfi að taka framm að röddin var orðin ansi þreytt eftir daginn! :) 

Mikið held ég samt að fjölskyldan mín sé þakklát fyrir það að ég fái útrás fyrir mitt innra barn í vinnunni, þá þarf fólkið mitt aðeins minna að þola hérna heima! 

Hafþór Svanur var í talsvert krúttlegri búning enn ég, nánar tiltekið músarbúning sem mamma saumaði handa Öbbu þegar hún var lítil. Ætli hann hafi ekki verið saumaður fyrir öskudaginn 95 eða 96 og hefur verið notaður af ansi mörgum börnum síðan þá og er enn í fullu fjöri, þó að það sé nú aðeins farið að sjá á honum greyjinu. 


Það er vert að taka það fram að þessi mynd af litlu músinni minni er fengin að láni af leikskólasíðunni. :)

Ætli ég þurfi ekki að fara að blogga ca tvisvar á dag næstu vikuna ef ég ætla að koma frá mér öllu sem ég þarf, eða held að ég þurfi, að segja. Enn það breytir svosem ekki öllu, það minkar lítið þó af sé tekið!

Ég þarf nú samt að fara að grafa upp myndir af morðvettvanginum sem eldhúsið mitt breyttist í um daginn og lopapeysunni sem ég hafði það af að klára :)

Þangað til næst! :)

sunnudagur, 9. mars 2014

Myndablogg

Nú sitjum við Hafþór Svanur á þessum fallega sunnudegi og litum, eða ég var að lita... er núna augljóslega aðeins að stelast í tölvuna.
Var að tæma myndir útaf myndavélinni og langar að deila nokkrum þeirra með ykkur :)



Um seinustu helgi skruppum við litla fjölskyldan í heimsókn til Boggu frænku á Núpi. Því miður gleymdist að hlaða myndavélina áður enn við fórum þannig að myndirnar urðu ansi fáar enn stubburinn skemmti sér konunglega. Hann var ekki vitund hræddur hvorki við kindurnar, beljurnar, geiturnar já eða hundana. Eina dýrið sem hann varð smá smeikur við var yngsti kálfurinn. Ótrúlega fallegur kálfur enn Hafþór Svanur var ekki sérlega ánægður þegar litla greyjið reyndi að borða hann, honum fannst það óþarfi. Nú þurfum við bara að passa að fara nógu oft í sveitina svo maður verði alltaf svona öruggur með sig hjá dýrunum :)


Eitt af uppáhalds þessa dagana er að púsla og byggja turn. Enn þolinmæðin er ekki mikil ef hlutirnir ganga ekki upp í fyrstu tilraun! ;) 


Enn svo er alltaf best að knúsast með pabba eða mömmu á gólfinu. Hann togar okkur stundum niður á gólf bara til að hnoðast með okkur! :) 



Þessum stundum fylgir líka ósvikin gleði :) 

Þessi liti stubbur er náttúrulega bara bestur, veit ekki hvar við værum án hans! 

Þangað til næst :)



laugardagur, 8. mars 2014

Ofvirkt hugmyndaflug...

Nú er ég enn eina ferðina orðin lasin, enn það er svosem ekki til frásögu færandi.
Eitt af því sem ég geri gjarnan þegar ég er veik enn get samt ekki sofið er að fara á google "fyllerí" enda er það mér mun eðlilegra heldur enn venjuleg fyllerí, þó að annað hefði reyndar mátt halda á konukvöldinu seinustu helgi enn það er önnur saga!

Allavega, þá ligg ég á netinu og finn hugmyndir af öllum fjandanum. Helst eitthvað ótrúlega sniðugt enn einnig mjög tímafrekt, og gjarnan eitthvað þar sem mig vantar að skreppa útí næstu föndurbúð... sem er ekki alveg á horninu skal ég segja ykkur!

Þegar ég er í þessum gírnum eru sirka 20-30 flipar opnir í hverjum intertnetglugga í tölvunni og gluggarnir gjarnan orðnir fleiri en 3...Svo vista ég í tölvuna fullt af hugmyndum um allt milli himins og jarðar sem ég ætla nú að fara að framkvæma, byrja jafnvel á einhverju enn veit samt alveg fyrir víst að mögulega mun 1% af þessu verða að einhverju! Og með þessu 1% er ég að vera mjög jákvæð og góð við sjálfa mig.

Núna ligg ég til dæmis með hor og slef enn ætla samt að gera allskonar!

Eins og tildæmis að sauma einhverjar einfaldar dúkkur, og að sjálfsögðu föt á þær! Svona eitthvað í líkingu við þessar hér til hliðar.

Mig langar líka að prófa að föndra með dúkkulísur með krökkunum á leikskólanum og fann (eftir mikla leit) eitthvað sem ég held að gangi. Hægt að skoða það hér.

Já satt best að segja hefur þessi árátta versnað með árunum, versnaði hratt þegar ég var ólétt og eftir að Hafþór Svanur fæddist og svo aftur þegar ég fór að vinna á leikskólanum. Ómæ ómæ ég hef bara enganvegin nógu marga klukkutíma í sólarhringnum! Enn það er svosem ekkert nýtt!

Enn jæja ég ætla að halda áfram að vera ógeðsleg og gera ekkert!