Nú er ég enn eina ferðina orðin lasin, enn það er svosem ekki til frásögu færandi.
Eitt af því sem ég geri gjarnan þegar ég er veik enn get samt ekki sofið er að fara á google "fyllerí" enda er það mér mun eðlilegra heldur enn venjuleg fyllerí, þó að annað hefði reyndar mátt halda á konukvöldinu seinustu helgi enn það er önnur saga!
Allavega, þá ligg ég á netinu og finn hugmyndir af öllum fjandanum. Helst eitthvað ótrúlega sniðugt enn einnig mjög tímafrekt, og gjarnan eitthvað þar sem mig vantar að skreppa útí næstu föndurbúð... sem er ekki alveg á horninu skal ég segja ykkur!
Þegar ég er í þessum gírnum eru sirka 20-30 flipar opnir í hverjum intertnetglugga í tölvunni og gluggarnir gjarnan orðnir fleiri en 3...Svo vista ég í tölvuna fullt af hugmyndum um allt milli himins og jarðar sem ég ætla nú að fara að framkvæma, byrja jafnvel á einhverju enn veit samt alveg fyrir víst að mögulega mun 1% af þessu verða að einhverju! Og með þessu 1% er ég að vera mjög jákvæð og góð við sjálfa mig.
Núna ligg ég til dæmis með hor og slef enn ætla samt að gera allskonar!
Eins og tildæmis að sauma einhverjar einfaldar dúkkur, og að sjálfsögðu föt á þær! Svona eitthvað í líkingu við þessar hér til hliðar.
Mig langar líka að prófa að föndra með dúkkulísur með krökkunum á leikskólanum og fann (eftir mikla leit) eitthvað sem ég held að gangi. Hægt að skoða það hér.
Já satt best að segja hefur þessi árátta versnað með árunum, versnaði hratt þegar ég var ólétt og eftir að Hafþór Svanur fæddist og svo aftur þegar ég fór að vinna á leikskólanum. Ómæ ómæ ég hef bara enganvegin nógu marga klukkutíma í sólarhringnum! Enn það er svosem ekkert nýtt!
Enn jæja ég ætla að halda áfram að vera ógeðsleg og gera ekkert!
1 ummæli:
Ómæ hvað ég kannast við þetta! En ég er hætt google-inu, í staðinn fer ég á Pinterest-fyllerí! Mæli klárlega með pinterest.com ;)
(og ég skil ekki afhverju ég var ekki búin að fatta bloggið þitt!)
Kv. Hilda
Skrifa ummæli