þriðjudagur, 25. mars 2014

Búningadagur!

Ég get nú ekki reynt að halda því fram að ég standi mig vel í þessu blogg dæmi, ég er aftur á móti með fulla myndavél af fáránlegum myndum í þeim tilgangi að setja hingað inn... svo verður eitthvað lítið úr því.

Ég uppgötvaði um daginn enn einn kostinn við vinnuna mína, við á leikskólanum fáum nefnilega tvo öskudaga! Já þið lásuð rétt. Það er sko eitthvað fyrir mig.

Að sjálfsögðu er öskudagurinn haldinn hátíðlegur og allir í búning, við Hafþór Svanur græjuðum okkur upp sem Incredibles enn myndavélin var því miður fjarri góðu gamni (já ég klúðraði myndatökum á ÖSKUDEGINUM!) Þið verðið því bara að taka orð mín fyrir það að ég hef sennilega sjaldan verið jafn smekkleg, í rauðum sokkabuxum og rauðum bol og í nærbuxum af Kobba utanyfir, jáhh einmitt! Kannski bara fyrir bestu að þetta festist ekki á filmu ;)

Enn á föstudeginum í vikunni eftir öskudaginn var búningadagur á leikskólanum, að miklu leyti hugsað fyrir þau börn sem einhverra hluta vegna komust ekki í leikskólann á öskudeginum. Á búningadaginn ákvað ég að njóta þess að fá að hræða börnin og klæddi mig upp sem norn, hafði meira að segja fyrir því að setja á mig gerfineglur og teikna kóngulær á kjólinn minn. Það skal sérstaklega tekið framm að neglurnar héldust á allan daginn, sem er eitthvað sem ég átti engan vegin von á.


Krökkunum brá nú sumum svolítið þegar þau sáu mig fyrrst enn þeim leiddist þetta sko ekkert! Og ég var alveg minnt á það ef ég datt úr karakter "ertu að gleyma þér? Þetta var ekki nornarödd". Það er óþarfi að taka framm að röddin var orðin ansi þreytt eftir daginn! :) 

Mikið held ég samt að fjölskyldan mín sé þakklát fyrir það að ég fái útrás fyrir mitt innra barn í vinnunni, þá þarf fólkið mitt aðeins minna að þola hérna heima! 

Hafþór Svanur var í talsvert krúttlegri búning enn ég, nánar tiltekið músarbúning sem mamma saumaði handa Öbbu þegar hún var lítil. Ætli hann hafi ekki verið saumaður fyrir öskudaginn 95 eða 96 og hefur verið notaður af ansi mörgum börnum síðan þá og er enn í fullu fjöri, þó að það sé nú aðeins farið að sjá á honum greyjinu. 


Það er vert að taka það fram að þessi mynd af litlu músinni minni er fengin að láni af leikskólasíðunni. :)

Ætli ég þurfi ekki að fara að blogga ca tvisvar á dag næstu vikuna ef ég ætla að koma frá mér öllu sem ég þarf, eða held að ég þurfi, að segja. Enn það breytir svosem ekki öllu, það minkar lítið þó af sé tekið!

Ég þarf nú samt að fara að grafa upp myndir af morðvettvanginum sem eldhúsið mitt breyttist í um daginn og lopapeysunni sem ég hafði það af að klára :)

Þangað til næst! :)

Engin ummæli: