sunnudagur, 9. mars 2014

Myndablogg

Nú sitjum við Hafþór Svanur á þessum fallega sunnudegi og litum, eða ég var að lita... er núna augljóslega aðeins að stelast í tölvuna.
Var að tæma myndir útaf myndavélinni og langar að deila nokkrum þeirra með ykkur :)



Um seinustu helgi skruppum við litla fjölskyldan í heimsókn til Boggu frænku á Núpi. Því miður gleymdist að hlaða myndavélina áður enn við fórum þannig að myndirnar urðu ansi fáar enn stubburinn skemmti sér konunglega. Hann var ekki vitund hræddur hvorki við kindurnar, beljurnar, geiturnar já eða hundana. Eina dýrið sem hann varð smá smeikur við var yngsti kálfurinn. Ótrúlega fallegur kálfur enn Hafþór Svanur var ekki sérlega ánægður þegar litla greyjið reyndi að borða hann, honum fannst það óþarfi. Nú þurfum við bara að passa að fara nógu oft í sveitina svo maður verði alltaf svona öruggur með sig hjá dýrunum :)


Eitt af uppáhalds þessa dagana er að púsla og byggja turn. Enn þolinmæðin er ekki mikil ef hlutirnir ganga ekki upp í fyrstu tilraun! ;) 


Enn svo er alltaf best að knúsast með pabba eða mömmu á gólfinu. Hann togar okkur stundum niður á gólf bara til að hnoðast með okkur! :) 



Þessum stundum fylgir líka ósvikin gleði :) 

Þessi liti stubbur er náttúrulega bara bestur, veit ekki hvar við værum án hans! 

Þangað til næst :)



Engin ummæli: