fimmtudagur, 27. mars 2014

Veikindablogg!

Jæjja, núna er Hafþór Svanur búinn að vera veikur heima í tæpa viku. Veiktist seinasta föstudgskvöld enn að öllu óbreyttu kemst hann loksins í leikskólann á morgun Ég lagðist með honum á mánudaginn og vona innilega að ég komist líka í leikólann á morgun!

Þetta eru búið að vera ansi myglaðir dagar, sófinn okkar er svefnsófi og á sunnudaginn var hann dreginn út og var ekki pakkað saman aftur fyrr en í gækvöldi. Sem segir bara allt sem segja þarf um seinustu daga.

Ég hafði það samt af um helgina að klára lopapeysuna hans Hafþórs Svans, og er eiginlega vandræðlega ángæð með hana! :)

Stubburinn var líka mjög sáttur þegar hann fékk aðeins að spóka sig í henni úti í gær. Afi kom í heimsókn og bauð stráknum á langþráðan rúnt, það er voðalega erfitt að vera svona mikið inni! 

Ég skil samt ekki hvað ég er að spá að prjóna fullorðins peysur, þetta er svo skrilljón sinnum fljótlegra! Mig langar eiginlega bara að prjóna barnapesur núna enn það eru sennilega aðeins of margar fullorðinspeysr á dagskrá til þess að það gangi upp í bráð :) 


Hann kann þetta sko, tók runway walk hérna á bílastæðinu fyrir mömmu sína. 


Við höfum aðeins þurft að breyta til undanfarna daga og gera eitthvað annað enn venjulega. Svona fyrir utan það að horfa á Kúlugúbba skrilljón sinnum á dag!
Í gær græjuðum við teppahús, megakósý... 

Síðan náðum við í tússlitina í dag, þeir eru svolítið sport enda eru trélitirnir alltaf í boði enn tússlitirnir ekki. 
Myndirnar sem koma hér á eftir segja meira enn nokkur orð. 


Þegar þessu meistaraverki var lokið (það skal tekið fram að þetta er ca 1/5 af verkinu) kom hann mjög stoltur til mín og sagði "Vááá, váááá."


Hann fékk nú samt að þrífa þetta sjálfur... 


...verst hvað honum þótti það gaman! 


Við mælum eindregið með því að klóra sér í eyranu með tússpenna! 

Besta atriðið náðist samt ekki á mynd, seinna í dag var blessað barnið nefnilega með blátt nefrennsli! Það tók mig smá stund að átta mig á því hvers vegna það væri! ;) 

Þangað til næst :)



Engin ummæli: