Þetta verður örugglega bara svona það sem ég hef verið að dunda þá vikuna enn kannski kemur stundum eitthvað gáfulegra líka. Ég ætla allavega að setja hérna inn það sem ég er með í gangi, í von um að ég muni þá kannski eftir því að taka myndir af því sem ég geri og klári kannski meira í staðin fyrir að byrja bara á nýju! Enn það er sennilega borin von...
Allavega, ég er almennt frekar frosin á tánum í vinnunni og reyndar oft hérna heima líka, enn aðallega í vinnunni. Og þar sem að ég get ekki með nokkru móti verið í inniskóm og vill eiginlega helst alltaf vera berfætt datt mér í hug að prjóna og þæfa inniskó. Það gekk líka svona snilldarvel og ég er ótrúlega sátt með þá og ætla með þá í vinnuna þegar ég fer þangað næst :) Ætli ég endi ekki á að gera bara aðra til að hafa hérna heima, þarf líka sennilega að prjóna svona handa Hafþóri þar sem hann vill alltaf fara í mína þegar hann sér mig í þeim.
Hér eru skórnir tilbúnir |
Ég fann á netinu uppskrift sem ég fór nokkurn vegin eftir, og tel nú í góðu lagi að setja hana hérna inn þar sem hún er af bland.is, fyrir utan það að hún Steina vinkona mín hefði alveg pottþétt ekkert á móti því ;)
þæfðir fullorðins inniskór.
prjónar nr 6 og fritidsgarn eða lopi.
fitjar upp 36 lykkjur, prjónar 18-20 cm.
tengir í hring og prjónar 6-8 cm í viðbót.
úrtaka:
úrtökuumferð:2l, 2saman til skiptis út umferðina
ein slétt umferð.
úrtökuumferð: 1sl, 2 saman til skiptis út umferðina.
slétt umferð
úrtaökuumferð. 2 saman út umferðina
slíta frá og draga bandið ígegnum lykkjurnar sem eftir eru.
saumasaman hælinn
gera annan eins
þvo í þvotttavél með öðrum þvotti á 40,
Fyrir þæfingu |
Fyrir þæfingu |
Þegar ég var búin að þvo skóna leyst mér nú ekki alveg á blikuna, ég hélt að þeir yrðu bara passlegir á Snjólf, mér fannst þeir svo litlir. Enn ég skellti mér í þá blauta í smástund, örugglega innan við 10 mínútúr og þá löguðu þeir sig alveg að fætinum mínum og svo lét ég þá bara standa og þorna :)
Fyrir þæfingu |
Eftir þæfingu |
Enn ég er búin að sjá fyrir mér allskonar útfærslur af þessu! Langar að gera eyru og augu og geta gert músaskó eða eitthvað í þá áttina og svo langar mig pínu að prófa að prjóna nokkrar lykkjur lengra áður enn tekið er alveg saman og gera svona álfaskó með bjöllu (sé fyrir mér Joey í álfabúningnum), enn ég geri mér samt alveg grein fyrir því að notagildið á þeim skóm yrði nú sennilega ekki mjög mikið... enn án efa hefðu börnin á leikskólanum mjög gaman af þeim inniskóm! ;)
Fyrir utan þetta hef ég aðeins verið að vesenast í vettlingaprjóni, enn ég þarf að útfæra þá aðeins betur áður enn ég set inn uppskrift. Er búin að prjóna eitt par með þumaltungu úr smart garni enn mér finnst þumallinn ekki alveg vera að gera sig.
Ég er eins og litlu börnin og týni alltaf vettlingunum mínum þannig að vettlingar með þumaltungu eru mjög sniðugir, þá eru báðir vettlingarnir eins og því hægt að prjóna marga í sama lit (já eða sitthvorum ef maður er crazy eins og ég) og þá gerir ekkert til þó þeir týni tölunni :) Það er mjög algengt að á vorin eigi ég annað hvort bara hægri eða bara vinstri vettlinga eftir þannig að nú ætla ég að mastera þumaltunguvettlinga bæði fyrir
mig og Hafþór Svan :)
Á myndunum hér fyrir ofan sést þetta vettlingapar og svo einn hálfprjónaður vettlingur sem er í vinnslu. Á neðri myndinni sést vel hversu bæklaður þumallinn er enn þarna er aukið út fyrir þumlinum eftir fyrstu og fyrir seinustu lykkju í umferðinni. Í útfærslunni sem er í vinnslu núna er ég að auka út fyrir þumli alltaf á sama stað, semsagt fyrst eftir fyrstu og fyrir seinustu lykkju og í næstu útaukningarumferð eftir 2 lykkjur og fryir 2 seinustu og þar framm eftir götunum. Mér sýnist þetta ætla að koma betur út enn það kemur ekki í ljós fyrr enn ég prjóna þumalinn :)
Þangað til næst :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli