mánudagur, 16. desember 2013

Þriðji í aðventu

Tíminn líður ansi hratt þessa dagana, enn eitt sunnudagskvöldið gengið í garð og ný vinnuvika að hefjast í fyrramálið. Ég var einmitt að fatta það í þessum skrifuðu orðum að það eru bara 6 vinnudagar til jóla! Hvað er að frétta með það, ég get svo svarið að það var október í gær! Enn stefnan er allavega tekin á að mæta alla þessa 6 daga og vonandi mun það ganga eftir! Þetta er að verða nokkuð gott af þessar hálsbólgu enn ég er ennþá hálf raddlaus, það verða komnar tvær vikur af þessu núna á miðvikudaginn þannig að mér finnst þetta bara alveg orðið nóg sko!

15.des, 9 dagar í jól... það er allavega eins gott að fara að kaupa restina af jólagjöfunum og koma þeim fáu sem þarf að senda í póst! Við erum nú reyndar sem betur fer langt komin með jólagjafirnar, enn það eru samt nokkrar eftir. Enn á morgun segir sá lati og ég nenni þessu allavega ekki núna ;)

Hafþór Svanur hefur verið nokkuð áhugasamur um þetta jólasveina vesen allt saman og finnst frekar fyndið að finna ótrúlegustu hluti í glugganum á morgnana (eða rétt fyrir kvöldmat eins og í dag...) Hingað til hefur hann aðallega fengið bíla, enn vettlingar og mandarínur hafa líka fundist í skónum.

Í gær fórum við á jólahlaðborð með samstarfsmönnum Kobba hjá Eimskip, það var mjög gaman og við ótrúlega heppin að hafa Steinunni Dagmar og Særúnu Birtu til að passa fyrir okkur :) Litli maur var sem betur fer góður við þær og svo buðu þær honum með sér í sunnudagaskólann í morgun, þar var nú gaman að púkast og hlaupa um enda borin von að stubburinn færi að sitja kyrr enn þetta gekk þó allt mun betur enn ég átti von á (enda hef ég augljóslega enga trú á barninu).

Á föstudagskvöldið kom pabbi heim og mikið var Hafþór Svanur glaður að hitta afa sinn, hann var nú samt alveg eins og kleina og vissi ekkert hvernig hann átti að vera, enn það lagaðist nú fljótt. Hafþór var eiginlega bara hálf feiminn enda ansi langt síðan þeir hittust, svona allavega miðað við að vera oftast að hittast daglega allavega. Enn hann er nú búinn að heimsækja afa og ömmu bæði í gær og í dag og leggja sig með afa báða dagana, sem er best í heimi. Síðan var honum skellt í bað í vaskinum hjá afa áðan, það fannst honum alveg virkilega skrítið! Enda skil ég hann vel, mér finnst það líka skrítið, svona sérstaklega með tilliti til þess að það er baðkar í fullri stærð hjá afa hans og ömmu!

Við erum búin að hafa það af að baka bæði lakkrístoppa og piparkökur, aðrar smákökur hafa ekki verið bakaðar á þessu heimili enn það stendur þó vonandi til bóta. Ég þarf allavega að baka helling af lakkrístoppum í viðbót þar sem ég keypti mér 1 líter af eggjahvítum, sem eru ca 30 eggjahvítur. Ég hef alltaf endað með fullt af rauðum sem ég nota ekki neitt þannig að ég prófaði þetta í fyrra. Kom mikklu betur út fyrir okkur. Flaskan var opnuð á fimmtudaginn og má bara vera opin í viku þannig að nú þarf all verulega að fara að spíta í lófana, já eða frysta ;)


Í kvöld kveiktum við síðan á 3 kertinu á aðventukransinum. Hafþór Svanur er mjög áhugasamur um kerti og bendir mikið á kransinn og segir "vááá". Hér til vinstri eru hann og Steinunn Dagmar að skoða kertin á kransinum. Enn örstuttu seinna blés stubburinn á eitt kertið og var síðan alveg að hugsa um að smakka á því!






















Þangað til næst!

1 ummæli:

Katrín Lea sagði...

Prófaðu að skella í Pavlóvu - alveg fullt af eggjahvítu í henni ;)