mánudagur, 16. desember 2013

Mangó og hnetu lax

Þessa dagana er Kobbi á næturvöktum, þá finnst mér ótrúlega notarlegt að elda eitthvað skemmtilegt í kvöldmat. Það er nefnilega ekki alltaf mikið um það þegar Kobbi er á dagvöktum, Hafþór Svanur þarf alveg sinn tíma eftir leikskóla og ég nenni heldur ekkert að stressa mig á þessu, við fáum öll heitan mat í hádeginu og því er oft bara eitthvað létt og þægilegt hjá okkur, það er að segja þegar mig langar ekki að elda :)
Í dag ákvað ég að prófa lax með mango chutney og pistasíuhnetum. Ég var mjög spennt fyrir þessu og þetta lukkaðist bara nokkuð vel. Við eldum alltaf reglulega lax, oft kaupum við marineraðan lax sem okkur finnst mjög góður eða ég krydda með sítrónupipar eða marinera með BBQ, allt eitthvað sem okkur finnst mjög gott enn alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.


Hugmyndin er komin héðan http://ljufmeti.com/2012/06/28/matur-hja-mommu/ enn mér sýnist að ég hafi notað mun meira af chutney heldur enn hún, enda var það full mikið af því góða! Ég kláraði bara krukkuna því ég vissi fyrir víst að annars myndi botnfylli af mango chutney daga uppi inní ísskáp. Ég hef líka sennilega notað eitthvað aðra tegund... tók allavega mynd af því með svona til að hafa einhverja hugmynd um hvað ég ætti að kaupa ef ég ætla að gera svona aftur :)



Þetta var bara mjög gott og við gerum örugglega svona aftur, alveg spurning samt að prófa eitthvað annað chutney, það er ansi sterkt eftirbragð af þessu (eða að ég hafi misst mig í að pipra, sem ég held samt ekki). Hafþór Svanur kunni allavega ekkert sérlega vel að meta þetta enn ég þekki mitt heimafólk og græjaði því kartöflugratín. Allt sem inniheldur nóg af osti rennur mjög ljúflega niður hjá litla manninum :)





Ég elska kartöflugratín enn hef nú ekki eldað það oft undanfarið. Enn ég er löngu hætt að gera svona gratín sem er sett hrátt í ofnin, mamma gerði alltaf svoleiðis... aðallega rjómi og kartöflur enn ég nenni því ekki fyrir mitt litla líf. Ég græja alltaf í pottinum og skelli svo bara aðeins inní ofn til að brúna ostinn ofaná. Þetta er eitt af því sem lærðist þegar ég bjó í Reykjavík og var með mjög litla eldavél og ofn, eða kannski öllu heldur lítið eldhús svona í heildina. Enn það var allavega ekki hægt að elda kjöt í ofninum og vera með gratín líka, þannig að ég fór að gera þetta svona. Þá var passlegt að skella gratíninu inní ofn þegar kjötið var tekið út. Þá var kjötið búið að jafna sig á svipuðum tíma og gratínið var tilbúið :)

Þetta er innihaldið í gratíninu, sæt kartafla, bökunarkartafla, hálft box af sveppasmurosti, hálfur laukur, einn mexico ostur og 6 sneiðar af beikoni. Oftast er svona gratín samt tiltekt í ísskápnum, klárað uppúr öllum dollum af smurosti og eiginlega bara sett það sem er til. Enn það er líka stundum ágætt að vita hvað er í þessu hjá manni! Ég byrja á að skella pínu mjólk í pott og svo fer þetta bara útí eitt af öðru. Byrja á kartöflum og lauk, síðan beikoni, sem Kobba finnst algert möst, og þá ostunum. Þetta fær að malla allt saman í smá tíma á eldavélinni og er svo hennt inní ofn í ca 15-20 mín :) Einfaldasta og þægilegasta gratín ever!



 Ég ætlaði að vera svo ótrúlega dugleg í kvöld, græja pakka í póst og baka og dunda mér enn svo nenni ég ekki neinu. Ætli ég græji nú samt ekki pakkana og fari svo bara snemma að sofa. Vona að harðstjórinn á heimilinu leyfi það!



Hér má svo sjá snuddukræki aðstoðarmann. Hann stal þessar líka fínu snuddu frá Telmu Sól vinkonu sinni og vill helst ekki vera með neina aðra þessa dagana!





Þangað til næst :)


1 ummæli:

Inga Sóley sagði...

Mamma eldar þetta stundum og notar þá oft sweet mangó chutney en það skilur ekki eftir þetta eftirbragð sem er af venjulegu mangó chutney. Þannig að þú getur prófað það næst. Strákarnir yrðu annars fínir í mat saman, Hörður elskar svona lax en myndi ekki líta við gratínið :)