sunnudagur, 29. desember 2013

Jólafrí

Jæjja, rétt rúm vika frá seinustu skrifum. Enn mér finnst samt svo miklu lengra síðan, búið að vera nóg að gera á þessum bæ.
Á sunnudaginn fyrir viku síðan kom í ljós að ég er með lungnabólgu og fékk lyf við henni, enn þrátt fyrir þann lyfjakúr virðist hún ekkert vera á förum. Hefur auðgað mitt jólafrí mikið!

Á þorláksmessu fórum við í skötuveislu til Steinunnar frænku og var veislan heldur minni í sniðum heldur enn hún hefur verið undanfarin ár. Við hittumst bara fjölskyldan og áttum notarlega stund saman. Ekki það að "bara" fjölskyldan telur nú ansi marga ;) enn því miður varð myndavélin eftir heima.

Á aðfangadag vorum við litla fjölskyldan hér heima og fórum svo í heimsókn til Steinunnar frænku um kvöldið ásamt pabba og mömmu og co. Hafþór Svanur vildi engan vegin borða kvöldmatinn, þessa líka dýrindis fylltu kalkúnabringu og meðlæti og borðaði því abt-mjólk í jólamatinn með bestu lyft.

Það er nú eiginlega ekki hægt að segja að hann hafi verið mjög spenntur fyrir pökkunum, skildi eiginlega ekkert í þessu bara og var kominn inní rúm klukkan hálf 8. Enn eins og oft áður svaf hann nú ekki nema einn og hálfan tíma þar og var þá glaðvaknaður, þannig að við drifum okkur í heimsókn :)



Núna er nýja dótið orðið ansi spennandi, enn þetta tók smá tíma :) Á aðfangadag var hann mest spenntur fyrir fötunum sem hann fékk, enda mikill áhugamaður um að fá að klæða sig sjálfur og svo hafði hann mjög gaman af plas matarstelli sem hann fékk frá Öbbu frænku sinni.

Frá okkur foreldrunum fékk hann bílabraut enn við höfum greinilega verið of upptekin að leika með honum til þess að taka myndir!



Við erum búin að eiga mjög notarlega hátíð, fengum pabba og mömmu í kaffi á jóladag og þá gúffaði Hafþór Svanur í sig brúntertu sem Gulla langamma bakaði handa okkur, fannst hún sko ekkert smá góð! Svo erum við líka búin að kíkja útá Hafranes til tengdapabba og þar skemmti Hafþór Svanur sér vel í myndatöku með Elvari frænda sínum. Og fékk að sjálfsögðu allskonar gúmmelaði hjá Frissa afa, til dæmis hangikjöt og ís.


Veður og færð hefur ekki alveg verið eftir okkar skapi og því er ekki enn búið að halda jólaboðið í fjölskyldunni hans Kobba, enn við bíðum spennt eftir því. Ætli þetta endi ekki sem nýársboð bara :)
Nú er komið í ljós að Kobbi verður sennilega í fríi um áramótin, og það er nú aldeilis búið að rætast úr þessu jólafríi. Hann átti að vera að vinna bæði um jól og áramót enn þeir náðu að klára um hádegi á aðfangadag þannig að hann gat verið heima hjá okkur um jólin. Við erum ekkert búin að ákveða hvar við ætlum að vera eða hvernig við ætlum að haga áramótunum. Enn eitt er víst, við förum á brennu á Fáskrúðsfirði. Það hefur verið ákveðið að flýta brennunni hér á Reyðarfirði til klukkan 5 sem henntar ekki svona vanaföstum mönnum eins og Kobba ;) Þannig að brenna á Fásk skal það vera :)

Við erum að sjálfsögðu búin að snúa sólarhringnum í marga hringi á þessum bæ og ég ætla að enda þessa færslu á myndum sem voru teknar klukkan rúmlega 1 í gærkvöldi.




Engin ummæli: