Í gær var jólaball í leikskólanum. Við Hafþór Svanur hefðum eiginlega ekki geta staðið okkur betur! Ég var komin með RISA stórt lykkjufall á sokkabuxurnar áður enn ég komst inn á jólaballið, og ég get sko sagt ykkur að það skánaði lítið við 8 tíma af jólaballi og leikskólastússi með krökkunum á Birkiholti, o nei! Hafþór Svanur aftur á móti var ekkert rosalega spenntur fyrir þessu, enn hann var svo heppinn að afi hans og pabbi voru þarna báðir þannig að hann hafði 3 fullorðna að snúast í kringum sig. Honum líkar það nú ekki illa!
Hann var þó eitthvað ólíkur sjálfum sér, enda toppaði hann daginn með því að æla yfir hádegismatarborðið á Greniholti! Já já, virkilega skemmtilegt svona. Þannig að hann fékk að fara heim til afa í kósý þangað til pabbi hans vaknaði, og fékk svo að vera heima hjá pabba sínum í dag á meðan ég fór að vinna :)
Hafþór Svanur var svo heppinn að fá slaufu í skóinn í gærmorgun, enda var hann ótrúlega fínn á jólaballinu, og ég get ekki sagt annað enn að ég hafi verið mjög fegin að hann var ekki lengur í þessum fötum þegar gusan kom! Í dag fékk hann síðan fína fjólabláa og bleika snuddu, í von um að hann skili kannski þessari til hennar Telmu Sólar!
Enn við hjónaleysin höfum verið að vinna í sörugerð, og ég verð eiginlega að segja að annað hvort eru þær ekki eins og þær eiga að vera eða þá að við kunnum ekki gott að meta! Við erum allavega ekkert voðalega hrifin af þeim, enn við erum með rúmlega 50 sörur í frysti ef einhver þorir að koma og smakka ;) Annars held ég að amma sé á leiðinni um helgina og hún getur þá sagt mér hvort ég kunni ekki að baka, eða kunni bara ekki að meta þessar dýrindis kökur. Enn fallegar eru þær :)
Þar sem að bakstur seinustu daga hefur ekki alveg verið að gera sig er ég búin að skella í botna fyrir Bounty köku og þeir eru nú í ofninum, þetta var nú ekki hægt! Ég verð líka að gera eitthvað við þessar eggjahvítur, er alveg að falla á tíma með það samt enn get kannski bakað pínu meira á morgun. Það var "one of those day's" í vinnunni í dag þannig að ég nenni ekki meiru og ætla bara að setjast í sófann með prjónana.
Læt fylgja hérna neðst mjög lýsandi mynd af strákunum mínum :)
Þangað til næst :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli