Hér hefur nú mikið gengið á seinustu daga. Við komumst ekki í sveitina á laugardaginn þar sem Hafþór Svanur vaknaði með hita, og fórum ekki heldur að mála piparkökur með leikskólanum á sunnudagsmorgun, enn við kveiktum að sjálfsögðu á aðventukransinum okkar og stálumst til að kíkja pínu þegar var kveikt á jólatrénu niðrí bæ.
Laugardagurinn fór því í rólegheit hérna heima, settum upp jólaljós og svona og Hafþór Svanur hjálpaði að sjálfsögðu mömmu sinni að þvo gluggana, það er aðal sportið þessa dagana að hjálpa mér við allt mögulegt! Setja í þvottavélina, hengja upp þvott, taka þvott af snúrunni og taka úr uppþvottavélinni. Helsti gallinn við þetta er að Svansi minn vill helst hengja upp þurran þvott og taka niður blautan enn það er annað mál!
Á mánudaginn var svo fyrsti dagurinn minn í leikskólanum og fyrsti dagurinn hans Hafþórs Svans að vera til fjögur. Þetta hefur gengið eins og í sögu enn Hafþór Svanur varð lasinn í gær og var heima með pabba sínum í dag, og ætli ég verði ekki heima með hann á morgun. Þegar við komum heim úr leikskólanum á mánudaginn drifum við okkur að baka piparkökur, Snjólfur og Steinunn Dagmar komu til okkar og fengi að vera með og svo var Kobbi heima líka :)
Snjólfur var afar einbeittur við þetta enn Hafþór Svanur hafði mun meiri áhuga á að borða deigið... enda tolldi það mjög illa saman og ég held að við höfum borðað álíka mikið deig og var bakað. Enn það skiptir ekki máli, við bökuðum piparkökur!
Á mánudagskvöldinu fannst mér mig sárlega vannta einhverja tuðru til að dröslast með í og úr vinnu.Þarf oft að taka með mér föt og svona fyrir Hafþór Svan, handavinnudótið mitt og svo fer ég mun oftar með bleiur í leikskólann heldur enn aðrir þar sem ég er að nota taubleiur, og tek þá líka óhreinar með mér í lok dags. :) Ég er nýbúin að skemma stóra veskið mitt og vantaði einhverja stóra og góðatösku, þannig að þá var ekkert annað í stöðunni heldur enn að sækja saumavélina.
Eins og sjá má er taskan alger hlúnkur, þarna er ég með öll útifötin hans Hafþórs Svans fyrir leikskólann, sotteríis dót fyrir mig og nokkurra daga bleiuskammt :) Bara snilld!
Það verður eiginlega bara að segjast eins og er að ég er mjög ánægð í nýju vinnunni og finnst þetta bara spennandi :) Verður ennþá betra þegar ég verð komin almennilega í rútínu með þetta, enn það er allt að koma.
Nú ætla ég að fara að drífa mig í háttinn og hætta þessu endalausa bulli!
Ætla að láta fylgja mynd af aðventukransinum mínum sem ég er vandræðalega ánægð með og heimatilbúna aðventuljósinu mínu (á samt eftir að bæta einni krukku á hvorn enda til að fullkomna þetta, vantar bara meira glimmer).
Góða nótt :)
1 ummæli:
Æðisleg taska, vildi að ég kynni að gera svona töskur! Þú tekur mig í kennslustund einn góðan veðurdag
Skrifa ummæli