laugardagur, 30. nóvember 2013

Ótrúlega glöð...

... og vonandi fljótlega útkvíld móðir.

Nú er aðeins ein vakt eftir hjá mér í mötuneytinu og ég byrja að vinna í leikskólanum á mánudaginn. Þetta verður eitthvað, samt ótrúlega gott að komast í rútínu :)

Á miðvikudaginn var alveg hreint ótrúlega hvasst í firðinum okkar og því gat Hafþór Svanur vagnakall ekki sofið úti. Þar af leiðandi svaf hann í 10 mínútur. Mér leyst nú ekki á blikinu og bjó mig undir mjööög erfiðan dag og kvöld, enn það gekk furðuvel og prinsinn sofnaði ca 19:45 og svaf til 4/5, kom þá uppí til okkar og hélt áfram að sofa til rétt að verða 8 morguninn eftir. Við höfum bara aldrei vitað annað eins þar sem að drengurinn hefur bara aldrei sofið vel á næturnar!


Þar sem við höfðum allan daginn hérna heima, föst inni í brjáluðu veðri þá ákváðum við auðvitað að baka :)
Við bjuggum okkur til voða góðar kökur með fullt af þurrkuðum ávöxtum og hnetum,,, uuummm!
Ég studdist við uppskrift úr bókinni "Sunnudagskökur allan ársins hring" sem gestgjafinn gaf út og heita kökurnar þar "Heilsubitakökurnar".







240g smjör
200g púðursykur
2 egg
140g hnetusmjör (ég setti bara einhvern slatta, var ekki alveg á leiðinni að vigta þetta...)
3/4 dl mjólk
100g haframjöl
50g hveitiklíð
3/4 tsk engifer
1msk kanill
1 tsk salt
1 tsk lyftiduft
150 gr heilhveiti
Svo tók ég bara til í skápunum og sturtaði útí þetta ca 420g af þurrkuðum trönuberjum, heslihnetum, pekanhnetum, kasjúhnetum, kókosmjöli, möndlum og rúsínum (voða þægilegt svona til að klára hálftóma poka).
Enn þegar þarna var komið sögu var þetta orðið alltof hollt fyrir minn smekk þannig að ég skellti líka útí 200g af suðusúkkulaði, maður má nú ekki alveg missa sig í hollustunni! ;)

Okkur krökkunum fannst þetta voða gott, enn það byggir að sjálfsögðu á því að vilja almennt borða þurrkaða ávexti og hnetur, það voru ekki allir jafn ánægðir! ;) Alveg spurning um að henda í svona aftur og skella bara slatta í frystinn. Mun samt pottþétt ekki standa við það... finnst það voða sniðugt enn geri það aldrei!





Á fimmtudaginn ákvað ég að vera ekkert að pína stubbinn til að leggja sig, sem ég þarf oft að gera á daginn. Hann svaf í ca 5 mín þann daginn og svaf svo alla nóttina, í sínu rúmi meira að segja. Þá er það augljóst, gaurnum okkar finnst daglúrar tímaeyðsla! Enn hann er nú samt bara 19 mánaða.
Þessir styttu daglúrar leiða það af sér að Hafþór Svanur er meira heima og Mikki greyjið fær að finna fyrir því! Enn hann er búinn að finna sér leynistað sem Hafþór Svanur hefur ekki fattað og skríður þangað ef honum finnst komið nóg... þá er nú ágætt hvað stubburinn er mikill sveimhugi, hann rétt snýr sér við og er þá búinn að sjá eitthvað annað og steingleyma því að hann var að leika við köttinn... ég get svo svarið það að stundum er hann eins og gullfiskur þessi elska!
Á myndinni hér til hliðar eru þeir félagar að knúsast, það var eftir að Hafþór Svanur reyndi að klæða Mikka í skó... ég veit ekki hvort hann vorkennir Mikka að fá ekki að fara út eða hvað enn hann vill ólmur koma honum í skó!

Í dag svaf unginn í ca hálftíma og fór inní rúm hálf 8 eins og venjulega, sofnaði á núll einni og sefur enn :) Bara æðislegt og eitthvað sem við erum alls ekki vön!

Helgin verður þéttskipuð hjá okkur, íþróttaskóli klukkan 10 á morgun og eftir það er hugmyndin að kíkja í sveitna til Boggu frænku.
Á sunnudaginn verður piparkökumálun í leikskólanum klukkan 10 og síðan verður kveikt á jólatrénu niðrí bæ klukkan fjögur og við förum að sjálfsögðu þangað! Það verður sko nóg að gera.
Og nú erum við búin að fara í búðina og versla endalaust af smjöri, hveiti, sykri, eggjum og allskonar og ætlum að eiga notarlegar stundir á næstunni við bakstur og jólaskreytingar :)
Tökum myndir af aðventukransinum á sunnudaginn og setjum inni :)

Þangað til næst...






Engin ummæli: