mánudagur, 9. desember 2013

Morgunferskleiki!

Nú er aftur kominn mánudagur, mér finnst seinasti mánudagur eiginlega bara hafa verið í gær!
9.desember og rétt rúmar tvær vikur í jólin, og aðeins ein sort af smákökum klár á þessu heimili.... úbbs!

Enn jæjja, fimmtudagurinn og föstudagurinn í seinustu viku fóru í veikindi, alltaf skemmtilegt ;)


Enn á laugardaginn var nóg að gera, á laugardögum er íþróttaskóli og þar er alltaf gaman og svo fórum við útí sveit í afmæli hjá afa Frissa og hittum alveg fullt af fólki. Lilla frænka og Ólöf komu austur í smá skrepp og Bogga mætti með sitt fólk og svo hittum við auðvitað Fannar Daða sem er alltaf gaman. Enn því miður gleymdist myndavélin þannig að við eigum engar myndir :(
Ég bakaði samt alveg svakalega súkkulaðiköku fyrir þetta tilefni og tók með mér (gleymdi að sjálfsögðu að mynda hana líka) enn hún mynnti eiginlega á kökuna í myndinni Matthildi ;)
Bakaði semsagt köku sem heitir "Ekta súkkulaðiterta" í Nóa Síríus bæklingnum fyrir þetta árið. Og það má eiginlega með sanni segja að hún hafi verið ekta, allavega ansi mikið súkkulaði bragð og eiginlega aðeins of fullorðins fyrir mig! Verður gaman að föndra aðeins meira með þessa, held ég prófi að nota ekki alveg svona mörg % súkkulaði næst og sjái hvernig það komi út. Spurning hvort það sé ekki kjörið tækifæri fyrir svona tilraunir næstu helgi þegar pabbi, súkkulaðifýkill kemur heim ;)



Ég veit samt eiginlega ekki alveg hvað ég er að furða mig á því að Hafþór Svanur eigi eitthvað erfitt með svefn, og það er ekkert að lagast þrátt fyrir mikla bjartsýni fyrir stuttu síðan. Enn stubburinn minn var með bras við mömmu sína í gær og ætli klukkan hafi ekki verið í kringum hálf 2 þegar við sofnuðum. Fyrir rúmum klukkutíma rumskaði maurinn svo og þá gat ég auðvitað ekki með nokkru móti sofnað aftur. Þannig að klukkan er rétt um 7 á mánudagsmorgni og ég er búin að fara í sturtu, græja leikskóladótið okkar, elda hafragraut handa strákunum mínum og sitthvað fleira, og Hafþór Svanur er ennþá sofandi... allt eðlilegt við það!
Borða tortillu alveg sjálfur

Spurning hvort ég þurfi ekki að biðja um að fá að vera á Asparholti í dag til að geta lagt mig með litlu krökkunum ;) Tými því samt ekki, er ekki búin að  hitta krakkana á Birkiholti síðan á miðvikudagsmorgun, og það var bara í mýflugumynd! Þau eiga örugglega eftir að skemmta sér konunglega yfir röddinni minni, eða öllu heldur raddleysi. Það er eiginlega eins og ég sé í mútum!







Þangað til næst!

Við Mikki höfðum það gott um daginn

Engin ummæli: