Nú er litli stubburinn minn í leikskólanum, og því um að gera að nýta tímann "gáfulega" þangað til ég sækji hann klukkan 12. Þetta verður seinasta vikan þar sem hann verður svona stuttan dag, í næstu viku byrja ég að vinna í leikskólanum og þá verðum við bæði til 4. Það verður talsverð breyting enn bara til góðs, búið að vera frekar þreytandi að vera bæði á vöktum :)
Hér hefur allt gengið sinn vanagang, Hafþór Svanur búinn að jafna sig á mikum veikindum sem fylgdu leikskólabyrjun og við erum bara öll hress.
Aðventan á næsta leiti og við erum aðeins byrjuð að jólaskreyta og búin að græja aðventukrannsinn. Einnig eru flestar jólagjafirnar komnar í pöntun, við stefnum á rólegheita-desember. Enn við gerum það reyndar alltaf... ;)
Ég reyndi í gær að taka jólamyndir af Hafþóri sem gekk nú ekki alveg nógu vel eins og sjá má af meðfylgjandi myndum.
Það er helst af okkur að frétta að við fengum okkur lítinn kisa á dögunum, sá er kallaður Mikki enn samt mun oftar "tis" eða "má" enn það kemur :) Hafþór Svanur hefur mikinn áhuga á Mikka enn aumingja kötturinn er ekki alveg jafn áhugasamur. Við höfum áhyggjur af meðferðinni á greyjinu enn Mikki leyfir Hafþóri að hnoðast alveg endalaust með sig, og nú er litli maðurinn farinn að reyna að halda á kettinum. Sem er eiginlega frekar erfitt þar sem hann er alveg 6 mánaða og ekkert lítill!
Það er alveg ótrúlegt, svona miðað við fantaskapinn í Hafþóri hvað Mikki sækir í að vera hjá honum. Sérstaklega spennandi finnst honum samt ef að Hafþór Svanur er í baði, enn hann er samt fljótur að forða sér ef honum ofbýður sullið eða ef Hafþór reynir að koma honum ofaní balann til sín :)
Þetta lýkaði Mikka ekki og hann gafst upp á þessari baðferð.
Hafþór Svanur hefur samt litla þolinmæði fyrir Mikka litla, svona eins og öllu öðru og getur orðið mjög reiður við hann ef Mikki fer eða ef Mikki er að leika sér með dótið hans! Honum finnst það sko alls ekki í lagi!
Saumavélin hefur ekki verið mikið í notkun undanfarið enn ég hef samt saumað einn kjól og mig og tvennar buxur í afmælisgjöf. Gleymi auðvitað alltaf að taka myndir af öllu enn ég gæti nú myndað kjólinn einhvertíman við tækifæri :)
Læt fylgja hérna neðst eina mynd síðan um daginn þegar Hafþór Svanur var að mála.
Þangað til næst, Guðlaug.
1 ummæli:
Æj hlakka til að knúsa þennan orm um jólin!
Þú þarft að mynda það sem þú gerir kona svo hægt sé að dást að handverkinu.
Ég var rétt köfnuð úr hlátri þegar ég skoðaði jólamyndirnar, hann er dásamlegur :)
Skrifa ummæli