Því verður seint haldið fram að ég sé pólitísk, hef í raun ekkert mikið fylgst með pólitík seinustu ár enn þetta er þó alltaf eitthvað sem kemur okkur öllum við og að sjálfsögðu mætti ég á kjörstað og nýtti rétt minn í gær. Annað finnst mér vera óvirðing við alla þá sem börðust með öllu sínu fyrir þeim kosningarétti sem við teljum sjálfsagðan í dag.
Ég verð að segja fyrir mig að mér finnst niðurstöður kosninganna í gær afar sorglegar. Ekki í þeim skilningi að ég hafi staðið eitthvað sérstaklega með einum flokki. Hér í fjarðabyggð voru 3 flokkar í framboði og fengu allir þrír flokkarnir 3 menn kjörna inní bæjarstjórn. Frekar áhugaverð niðurstaða og það verður gaman að sjá hverjir munu sameinast í meirihluta.
Það eru þó alls ekki þessar niðurstöður sem ég á við, kjörsókn hefur yfir allt landið verið dræmari enn áður, enn þetta finnst mér í minningunni vera eitthvað sem rætt sé um í kjölfar hverra kosninga.
Léleg kjörsók þykir mér afar sorglegt og algerlega óháð því hvaða flokkar náðu kjöri þá var kjörsóknin verri enn áður í flestum sveitarfélögum landsins, og það er mikið áhyggjuefni út af fyrir sig!
Það hefur alltaf verið mín meining að fólk eigi að mæta á kjörstað og nýta rétt sinn, hvort sem fólk kjósi, skili auðu eða ógildi atkvæði sitt.
Léleg kjörsókn er áhyggjuefni fyrir alla flokka, á landinu í heild. Hvort sem menn unnu sigur í gær eða ekki þá er minkandi áhugi á stjórnmálum eitthvað sem virkilega þarf að kanna og ráða bætur á!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli