mánudagur, 7. apríl 2014

Svefn barna er heilagur!

Eitt það erfiðasta sem ég veit eftir að ég eignaðist stubbinn minn er ef ég þarf að vekja hann. Mér finnst það alveg ótrúlega erfitt, enda finnst mér að börn eigi bara að fá að sofa. Ég gæti reyndar verið svolítið lituð af því hvað hann svaf lengi illa, ef hann svaf var það þar af leiðandi algerlega heilagt og ekki í boði að vekja hann nema brýna nauðsin bæri til.

Síminn minn vekur mig alltaf klukkan 6:45, á þeim tíma er Hafþór Svanur oftast vaknaður. Hann er undantekningalaust kominn uppí og ef hann er ekki vaknaður þá vaknar hann um leið og ég fer frammúr.
Nema í morgun, hann er enn sofandi!
Ég veit eiginlega ekki hvað er í gangi og snýst bara í hringi hérna!
Búin að græja fötin hans og allt fyrir leikskólann
Búin að dunda mér þvílíkt við að taka mig til
Búin að hengja upp þvott
Búin að fá mér morgunmat (sem ég geri nánast aldrei fyrren bara í vinnunni, gæði þessa morgunmatar er aftur á móti allt annað mál!)
Búin að brjóta saman talsvert af þvotti.

Og nú bíð ég bara...

Fullkomlega meðvituð um það að ef að maurinn vaknar ekki á næstu örfáu mínútum þá neyðist ég til þess að vekja hann...enn ég bara fæ mig enganvegin til þess!


Og ef að þið haldið að ég sé með ósamstæð rúmföt þá er það misskilningur.... bangsimon og kærleiksbjörninn eru augljóslega samstætt sett ;) 

Engin ummæli: