Í gær náðum við sáttum, eftir ansi langa fýlu. Ég hef ótrúlega takmarkaða þolinmæði ef hún tekur uppá því að vera að flækja mikið. Enn alveg frábært samt sem áður að geta gripið í hana hérna heima enn þurfa ekki að fara til mömmu :)
Það var semsagt saumakvöld í gærkvöldi, græjaði kjól á mig og kláraði buxur sem ég var að sauma á Hafþór Svan.
Það væri nú svolítið gaman að láta ykkur halda að ég væri alger snillingur og hefði saumað þennan kjól. Enn það er nú ekki alveg svo gott. Eitt af því sem mér finnst skemmtilegast við saumið er endurnýtingin, að geta breytt gömlum fötum þannig að þau fái nýtt líf og hennti betur :)
Þetta voru semsagt tveir kjólar, annar var alveg doppóttur og hinn alveg úr tjulli. Enn efri parturinn á tjull kjólnum var engan vegin að gera sig þannig að þá var ákveðið að skeyta þeim saman. Og þetta varð útkoman. Ég er bara nokkuð sátt. Sérlega gaman líka að hafa tekið tvo kjóla sem lágu bara inní skáp og voru aldrei notaðir og búa í staðin til einn nothæfan kjól :)
Þetta voru semsagt tveir kjólar, annar var alveg doppóttur og hinn alveg úr tjulli. Enn efri parturinn á tjull kjólnum var engan vegin að gera sig þannig að þá var ákveðið að skeyta þeim saman. Og þetta varð útkoman. Ég er bara nokkuð sátt. Sérlega gaman líka að hafa tekið tvo kjóla sem lágu bara inní skáp og voru aldrei notaðir og búa í staðin til einn nothæfan kjól :)
Ég kláraði líka buxur á Hafþór Svan sem ég byrjaði á fyrir löngu. Þær eru líka svona endurnýtinga-verkefni. Eins og þeir sem þekkja Kobba vita þá helst honum afar illa á buxum. Hann hefur einhvern sérlegan hæfileika til þess að rífa buxurnar sínar við ótrúlegustu athafnir. Ég á að sjálfsögðu mjög erfitt með að losa mig við ónýtu buxurnar, oft glænýjar og alveg heilar nema með eina risastóra rifu einhversstaðar. Í sumar eða haust reif Kobbi semsagt svona ljósbrúnar buxur sem hann átti. Efnið var frekar þunnt þannig að ég ákvað að græja buxur handa Hafþóri. Bætti bara við stroffinu þannig að þær tolli kannski uppi :)
Takið samt eftir því að þetta blogg kemur inn rúmlega 7 á sunnudagsmorgni. Það bilaðasta við það er samt að Hafþór Svanur er ennþá sofandi! Hann er semsagt farinn að venja sig á að vakna oftast um 6....sem þýðir það að ég vaknaði auðvitað hálf 7 og get ekki með nokkru móti sofnað aftur þó að hann og Kobbi séu steinsofandi. Allt eðlilegt við það!
Læt fylgja hérna neðst eina mynd af Hrafnhildi Söru og Hafþóri Svani að leika sér, enn við fengum að passa hana smá um daginn :)