Það er með þetta blogg eins og allt annað hjá mér, það er annað hvort of eða van! Mörg blogg á dag stundum og svo ekkert í margar vikur... enn það er bara þannig.
Þann 30.apríl seinastliðinn varð Hafþór Svanur stubbalingur 2.ára. Honum fannst agalegt sport að fá að mæta í skyrtu og með slaufu í leikskólann og var agalega monntinn með sig, þrátt fyrir að hafa ekki hugmynd um hvað væri í gangi!
1.maí héldum við síðan afmælisboð fyrir fjölskyldu og vini sem heppnaðist mjög vel.
Það var að sjálfsögðu búið að vera smá vesen á mér, enda planið að gera kúlugúbba sykurmassaköku. Ég var nokkrum dögum áður byrjuð að gera það skraut sem ég vildi hafa alveg hart. Ég keypti sílíkonmót hjá alltikoku.is og mæli hiklaust með því, virkilega auðvelt í notkun enn þetta tekur auðvitað allt sinn tíma.
Þar sem að ég lagði ekki í að móta allar persónurnar úr kúlugúbbunum úr sykurmassa þá prentaði ég út myndir af þeim og límdi á pinna sem ég stakk síðan í kökuna. Held að það hafi bara komið mun betur út heldur enn að reita hár yfir sykurmassanum í einhverja daga ;)
Þetta var lokaniðurstaðan og við vorum bara ansi sátt, þarna sést nokkuð vel hvað hafði verið gert nokkrum dögum áður og látið harna og hvað var fest á á meðan það var mjúkt. Stjörnurnar, kórallarnir og skeljarnar ofaná voru orðnar alveg harðar (samt alveg ætt) þannig að þetta var mjög stíft enn það hefði ekki verið hægt að setja öldurnar neðst nema þær væru mjúkar :) Mér fannst koma vel út að hafa sumt svona stíft og annað mjúkt :)
Afi hjálpaði stubbnum sínum að skera kökuna, það kom honum eiginlega ansi mikið á óvart þegar hann fattaði að þetta væri kaka!
Hann var mjög spenntur og sagði "búbba, búbba, búbba" í gríð og erg. Og gerir það reyndar líka núna þegar hann sér myndirnar :)
Við höfum nú ekki setið auðum höndum eftir afmælið, seinasta föstudag fórum við strax eftir leikskóla til afa í sauðburðinn og gistum eina nótt, þá fórum við stubbur heim enn Kobbi er þar enn að hjálpa pabba sínum enda sauðbrður í fullum gangi :)
Litla stubbu leiddist sko alls ekki í sveitinni enn uppáhaldið er að fá að kasta steinum í lækinn, vera alveg hjá kindunum, honum finnst sko enginn tilgangur í því að standa uppí garða. Enn það sem mönnum þótti allra, allra skemmtilegast var að fá að gefa.
Menn voru líka ekkert að spara heyið. "Meee boa, Meee meia boa"
Svakalega duglegur stubbur sem vildi helst bara fá að gefa endalaust. Við vorum komin niðrí fjárhús klukkan 6 og klukkan 10 þegar við vorum að fara heim varð hann frekar reiður að fá ekki að brasa meira :)
Þangað til næst :)