Ég elska svona morgna! Venjulega þegar Hafþór Svanur vaknar þá vill hann fara fram á núll einni, enn ekki í morgun. Þá bað hann um bók og var svo eitthvað að vesenast á milli okkar uppí rúmi heillengi, að kúra og dundast með heilan stafla af bókum. Alveg æðislegt þegar hann vaknar svona hress, vanalegra að hann vakni á orginu og vilji fara beint fram ;)
Við mæðgin fórum síðan framm og dunduðum okkur við leirgerð, ég hlakka til að taka þennan líka fína leir með mér í vinnuna á morgun.
Þetta er svona leir sem er gerður í potti, hann er svo mjúkur og góður og mér finnst hann algert æði, er aðeins að prófa mig áfram með uppskrift og lýst vel á þennan. Enn það kemur betur í ljós þegar krakkarnir fara að brasa með þetta hvernig hann reynist. Ég kann mun betur við þessa tegund af leir heldur enn gamla góða trölladeigið, þó að það sé svosem alveg fínt til síns brúks.
1 bolli salt
4 bollar hveiti
1 bolli olía
2 bollar vatn
3 msk sítrónusafi
Salt, olía og hveiti sett í pott á lágan hita og hrært í.
Síðan vatn, sítrónusafi og að þessu sinni grænn matarlitur.
Ég hitaði þetta bara aðeins og hrærði vel á meðan, þangað til þetta var orðið nokkuð fín kúla. Setti þá á borðið og hnoðaði með smá hveiti, ef leirinn er mjög klístraður og blautur þarf að bæta meira hveiti. Mér hefur líka stundum fundist gott að bæta smá hveiti við ef leirinn hefur staðið lengi í dollu inní skáp án þess að vera notaður.
Á meðan ég dundaði þetta var Hafþór Svanur að leira með leirinn sem við gerðum um daginn, enn var reyndar flúinn af hólmi þegar þessi mynd var tekin.
Rétt fyrir 10 skelltum við okkur síðan í göngutúr á snjóþotunni, enda alveg frábært veður til þess! Enn nú er sennilega vissara að fara að koma litlum mönnum í ró, okkur er boðið í afmæli klukkan 3 og eins gott að menn fari að leggja sig til að vera klárir þá! :)
Þangað til næst.
sunnudagur, 16. febrúar 2014
Leikskólavettlingar
Loksins er ég búin að finna út fullkomna vettlingauppskrift fyrir okkur Hafþór Svan, það er að segja fyrir mig að prjóna og sem hennta honum vel á leikskólann :)
Mér finnst best að hafa hátt og vítt stroff, þá tolla vettlingarnir betur á. Hingað til hef ég prjónað klukkuprjón sem er mjög fínt enn prófaði núna að gera vöffluprjón og mér finnst það alveg æðislega fallegt! Held ég haldi mig bara við það hér eftir. Vettlingarnir eru einnig með þumaltungu sem mér finnst alger snilld, þá er semsagt ekki hægri eða vinstri vettlingur heldur passa þeir á hvora hendi sem er. Sem er ágætt fyrir fólk sem týnir að meðaltali einum vettling í viku... þá er hægt að sameina stöku vettlingana. Þannig að ekki láta ykkur bregða þó að sonurinn verði með ósamstæða vettlinga, enda erum við til alls líkleg í þessum efnum :)
Mér finnst best að hafa hátt og vítt stroff, þá tolla vettlingarnir betur á. Hingað til hef ég prjónað klukkuprjón sem er mjög fínt enn prófaði núna að gera vöffluprjón og mér finnst það alveg æðislega fallegt! Held ég haldi mig bara við það hér eftir. Vettlingarnir eru einnig með þumaltungu sem mér finnst alger snilld, þá er semsagt ekki hægri eða vinstri vettlingur heldur passa þeir á hvora hendi sem er. Sem er ágætt fyrir fólk sem týnir að meðaltali einum vettling í viku... þá er hægt að sameina stöku vettlingana. Þannig að ekki láta ykkur bregða þó að sonurinn verði með ósamstæða vettlinga, enda erum við til alls líkleg í þessum efnum :)
Léttlopi (fínt að nota afganga)
Prjónar númer 3,5 og 4
Fitjið upp 32L af léttlopa á prjóna nr 4. Prjónið ca 8 cm (eða bara það sem henntar ykkur) vöffluprjón fram og til baka.
Vöffluprjón:
- Umferð: *Prjónið 1 L slétt, sláið bandinu upp á prjóninn og takið næstu L óprjónaða*. Endurtakið frá * - * þar til 2 L eru eftir og prjónið þær slétt.
- Umferð: Allar lykkjur prjónaðar sléttar enn uppslegna bandið fært yfir á hægri prjón án þess að prjóna það.
- Umferð: Prjónið 1 L slétt *prjónið 1 L og uppslegna bandið saman, sláið upp á prjóninn og takið næstu L óprjónaða*. Endurtakið frá * - * þar til 1 L er eftir og prjónið hana slétt.
- Umferð: Allar lykkjur prjónaðar sléttar enn uppslegna bandið fært yfir á hægri prjón án þess að prjóna það.
- Umferð: Prj 1 L slétt sláið bandinu upp á prjóninn og takið næstu L óprjónaða *prjónið 1 L og uppslegna bandið saman, sláið upp á prjóninn og takið næstu L óprjónaða*. Endurtakið frá * - * þar til 2 L eru eftir og prj þær sl (fyrri L með uppslegnu bandi).
Endurtakið umf. 2 til 5.
(Fyrir þá sem þekkja klukkuprjón þá er munstrið frá röngu eins og klukkuprjón en frá réttu er alltaf
prjónað slétt og uppslegna bandið flutt yfir óprjónað á hægri prjón.)
Þetta virkar eitthvað voða rugglingslegt að lesa þetta enn er svo ekkert mál þegar maður byrjar, réttan er alltaf slétt og á röngunni sér maður alveg hvar á að prjóna band og lykkju saman og hvar maður á að slá uppá :)
Eftir vöffluprjónið hef ég tengt saman og prjónað eina umferð slétt svona til að fá allar lykkjur venjulegar, enn þá eru ennþá 32L á prjóninum. Ég fækka þeim í 22 (*1slétt,2saman,* 2 slétt).
Þá skipti ég á prjóna númer 3,5 og prjóna stroff, 1 slétt og 1 brugðin, 6 umf.
Skipt aftur á prjóna númer 4 og prjónaðar 6 umf slétt.
Þá er komið að þumaltungunni.
Ég hef aðeins útskýrt þumaltunguna áður enn þá er semsagt aukið út í byrjun fyrsta prjóns og enda seinasta prjóns þannig að vettlingurinn stækkar smátt og smátt öðru megin og þar eru síðan geymdar lykkjur og þumallinn kláraður í lokin. Þetta finnst mér mjög þægilegt og mun betra enn að taka upp lykkjur fyrir þumli í lófanum.
Þumaltunga
Prjónið 1L slétt, aukið út, prjónið þar til ein L er eftir á seinasta prjóni, aukið út.
Prjónið eina umf slétt.
Prjónið 2L slétt, aukið út, prjónið þar til 2L eru eftir á seinasta prjóni, aukið út.
Prjónið eina umf slétt
Prjónið 3L slétt, aukið út, prjónið þar til 3L eru eftir á seinasta prjóni, aukið út.
Prjónið eina umf slétt.
Prjónið 4L slétt, aukið út, prjónið þar til 4L eru eftir á seinasta prjóni, aukið út.
Prjónið slétt þar til 4 lykkjur eru eftir af umferð.
Setjið 4 seinustu og 4 fyrstu lykkjur umferðar á hjálparband og geymið.
Fitjið upp 2L til viðbótar (nú hefst umferð á milli þessara tveggja L)
Prjónið 14 umf.
Þá hefst úrtaka.
Ég nota magic loop aðferðina við að prjóna vettlinga og hef því lykkjurnar alltaf bara á 2 prjónum, enn þegar hér er komið sögu er gott að skipta lykkjunum á 2 prjóna þó að þú kjósir frekar að próna á 5 prjóna.
Takið 1L óprjónaða, prjónið eina og steypið þeirri óprjónuðu yfir, prjónið þar til 2L eru eftir og prjónið þær saman. Þetta geri ég þar til 4L eru eftir í heildina, þá er bandið klippt, þrætt í gegnum lykkjurnar og gengið frá endanum :)
Þumall:
Takið upp 2L þar sem 2 voru fitjaðar upp áður (nú byrjar umferð á milli þessara L) og eina í hvorri hlið á samskeytunum (kemur í veg fyrir gat).
Prjónið eina umferð, þá eru 12L á prjóninum. Fyrstu 2L prjónaðar saman, prjónað slétt að seinustu 2L og þær prjónaðar saman.
Prjóna 6 umf og síðan tekið saman eins og á vettling þar til 2L eru eftir. Þá er bandið klippt, þrætt í gegn og gengið frá.
Þá á bara eftir að sauma saman vöffluprjónið og ganga frá endum :)
Þá á bara eftir að sauma saman vöffluprjónið og ganga frá endum :)
Oki vettlingarnir virðast fáránlega misstórir á þessari mynd enn ég lofa, þeir eru það ekki.
Nú stefni ég á fjöldaframleiðslu af svona vettlingum (snilldin með þumaltunguna virkar nefnilega ekki nema maður noti alltaf sömu uppskriftina!) og er þegar búin að prjóna eitt og hált par í viðbót ;)
Enn þessa vettlinga er mjög auðveldlega hægt að aðlaga, minn strákur verður 2 ára í apríl og þeir passa vel á hann enn það þarf ekki að bæta við nema 2/4 lykkjum og þá einnig 2/4 umferðum í lengd fyrir þumaltungu, lengd á vettling og lengd á þumli til að prjóna vettlinga sem passa á stærri börn :)
Vona að þetta komi að gagni fyrir einhvern.
Vona að þetta komi að gagni fyrir einhvern.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)