Seinast þegar ég bloggaði var ég að sauma buxur á Hafþór Svan. Þær hafa nú tekið á sig mun betri mynd, og gerðu það reyndar stuttu eftir seinustu skrif.
Þetta gekk mjög vel eftir að mamma kom heim þannig að ég fékk almennilegar útskýringar á því hvað ég ætti að gera, en ég saumaði samt allt sjálf og er mjög ánægð með buxurnar :)
Þeir eru vel stórar á stubbinn minn enn stroffið er þröngt þannig að hann getur vel notað þær núna og á örugglega eftir að geta notað þær lengi. Ég hef allavega fulla trú á að þessar buxur eigi eftir að fara úr notkun sökum gata eða bletta frekar en einhvers annars!
Ég er líka búin að græja annan bolakjól á mig, sá er úr gardínum úr kassanum góða frá ömmu. Mætti einmitt í honum á ættarmót þeirri gömlu til mikillar undrunar. Henni þótti alveg ótrúlega fyndið að ég væri í stofugardínunum hennar!
Svona var efnið sem ég valdi mér, síðan notaði ég bara svart teygjuskáband í hálsmál, ermar og neðaná. Þetta er eiginlega eins einfalt og það getur orðið! Enda hef ég enga hæfileika í neitt meira en það! :)
Ég klippti mér tvo ferkanntaða búta, man nú ekki alveg málin á þeim en ég miðaði við bol sem ég á og nota mikið. Síðan er það teygjuskábanndið sem eiginlega vinnur alla vinnuna fyrir mann :) Mér finnst það allavega gera rosalega mikið og mjög gaman að vinna það.
Ekkert mál! Ég passa efnið! :D |
Ég saumaði þetta daginn eftir að ég gerði hinn og þessi er mun betri, aðallega vegna þess að hinn varð eiginlega bara of stuttur að framan, efnið var bara ekki alveg nóg. Þetta tók ekki langan tíma og var morgunverkið okkar Hafþórs Svans þann daginn. Enda var hann sko meira enn til í að hjálpa mömmu sinni við þetta eins og flest annað.
Hérna kemur svo mynd af lokastykkinu.
En nú er allri saumavinnu lokið í bili, mamma komin heim og fékk að sjálfsögðu saumavélina sína aftur. Enn þetta var ógætis föndur, er með margt fleira í huganum sem ég gæti græjað, enn það er nú alltaf þannig. Baaara ef hendurnar myndu halda í við hugann! :)
Enn nú hefur margt drifið á daga okkar í litlu fjölskyldunni undanfarið. Við erum sko búin að hafa nóg að gera í sumar og tökum haustinu fagnandi, kemst kannski smá rútína og skipulag á okkur sem hefur bara eiginlega aldrei verið.
Við Hafþór Svanur fórum í heimsókn á leikskólann á föstudaginn og ætlum svo að mæta fyrsta dag í aðlögun í fyrramálið,,,, eeeheeemmm nánar tiltekið eftir 5 tíma. Ég er semsagt á næturvöktum og búin að vera síðan í janúar, og akkúrat núna var ég að klára seinustu næturvakt í 5 vakta törn og er alltof tjúnnuð til að geta farið að sofa, þrátt fyrir að sonur minn muni sennilega vegja mig eftir ca 3 tíma :)
Við hlökkum mikið til að leikskólinn sé að byrja, Hafþór Svanur er alveg farinn að þurfa á því að halda að fá meiri útrás enn að hanga með mömmu allan daginn, og ég verð líka alveg voða fegin að geta stundum lagt mig aðeins lengur eftir vaktir :)
Annars veit ég ekki hvernig það á eftir að vera, aðeins of margt sem ég ætla mér að gera þegar stubbur fer á leikskólann... er komin með endalausan lista sem bara lengist og lengist! En samt verður Hafþór Svanur bara í leikskólanum í 4 tíma á dag þannig að það er nú ekki eins og maður hafi allan daginn! ;) En þetta verður bara gaman. Eitt af því sem er á listanum er þetta blogg, veit nú ekki endilega hvort ég segi frá því eitthvað sérstaklega, pósti því á facebook eða eitthvað þannig. Held allavega að ég haldi því bara svona aðeins fyrir mig til að byrja með :)
Á morgun verður stór dagur, aðlögun í leikskólanum og stefnan er líka að flytja Hafþór Svan inní sitt herbergi, þannig að ég bý mig undir laaaangt kvöld annaðkvöld!
Ég ætla að ljúka þessar færslu með nokkrum myndum frá sumrinu, þar á meðal myndum af Hafþóri í buxunum fínu :)
Góða nótt :)